Fleira en fótbolti liggi að baki fyrirhuguðum kaupum Sáda Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 12:01 Sádískur fjárfestingahópur vill kaupa Marseille og ráða Zinedine Zidane sem þjálfara liðsins. Getty Sádískur fjárfestingahópur með tengsl við opinberan fjárfestingarsjóð landsins skoðar að kaupa tvö evrópsk fótboltalið, Marseille og Valencia. Hafnir borganna tveggja séu ekki minna mikilvægar en tækifærin tengd fótboltafélögunum sjálfum. Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur. Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Ekki virðist ætla að hægja á gríðarlegri sókn Sáda í íþróttaheiminum en eyðsla opinbers fjárfestingasjóðs ríkisins, PIF, í leikmannakaup í sádísku deildinni í sumar á vart sinn líka. Sjóðurinn keypti einnig enska fótboltafélagið Newcastle United í hitteðfyrra og hefur fjárfest ríkulega í liðinu. Ástæða þessa miklu fjárfestinga er sögð pólitísk og með framtíðartekjur ríkisins í huga. PIF er sagður muni halda sig til hlés hvað kaup á fótboltaliðum varðar en Sádar þrátt fyrir það langt í frá hættir og vilja fjölga félögum á sínum snærum. Milliliðir verði notaðir til kaupa á félögum að svipaðri stærð og Newcastle. Marseille og Valencia mættust í úrslitum UEFA-bikarsins árið 2004 og mega bæði muna fífil sinn fegurri.Getty Lið sem séu sögulega stór félög, eigi stóran og sterkan stuðningsmannahóp, sé í ákveðinni lægð og því mikil tækifæri til hraðrar uppbyggingar sem kosti ekki of mikið. Valencia á Spáni og Marseille á Frakklandi eru efst á lista Sáda samkvæmt breska miðlinum Independent og uppfylla félögin ofantalin skilyrði. Zinedine Zidane er sagður vera á radar Sáda til að taka við Marseille ef kaup á félaginu ganga í gegn. Valencia hefur munað fífil sinn fegurri og verið á niðurleið undanfarin ár vegna lítillar fjárfestingar eiganda liðsins, Peter Lim. Hann er hins vegar sagður efins um sölu á félaginu þar sem verið er að byggja nýjan völl sem geti skilað af sér miklum tekjum. Interesting thing about Marseille, Valencia & Newcastle is that they are all port cities in need of some significant inward investment. There's been Saudi Arabian interest in their container port facilities for some time... pic.twitter.com/JnID976wCE— Professor Simon Chadwick (@Prof_Chadwick) October 10, 2023 Simon Chadwick, prófessor við Skema-háskóla, bendir á að Sádar hafi undanfarið litið í kringum sig eftir hafnarsvæði til að fjárfesta í. Bæði Marseille og Valencia eru hafnarborgir og geti kaup á félögunum greitt leið að frekari fjárfestingum í borgunum tveimur. Sádar geti því slegið tvær flugur í einu höggi með kaupum á félögunum tveimur.
Sádi-Arabía Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira