Ósáttir við að landsliðsþjálfarinn hafi líkt Yamal við Messi og Maradona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2023 14:30 Lamine Yamal fagnar fyrsta marki sínu fyrir Barcelona. getty/Fran Santiago Börsungar eru langt frá því að vera sáttir við þjálfara spænska karlalandsliðsins í fótbolta sem líkti ungstirninu Lamine Yamal við tvo af bestu fótboltamönnum sögunnar. Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid. Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti markaskorari í sögu spænsku úrvalsdeildarinnar þegar hann skoraði í 2-2 jafntefli Barcelona og Granada, aðeins sextán ára og 87 daga gamall. Yamal hefur sett alls konar met á þessu ári. Hann er yngsti leikmaður í sögu Barcelona og yngsti leikmaður og markaskorari í sögu spænska landsliðsins. Yamal er í spænska landsliðshópnum sem mætir Skotlandi og Noregi í undankeppni EM á næstu dögum. Luis de La Fuente, landsliðsþjálfari Spánar, er mikill aðdáandi Yamals og líkti honum við argentínsku snillingana Lionel Messi og Diego Maradona þegar hann kynnti landsliðshópinn sinn. „Það eru leikmenn sem banka á dyrnar á undan öðrum. Hann býr yfir einstökum hæfilekum. Munið þegar Messi og Maradona spiluðu þegar þeir voru sextán ára? Núna er fáránlegt að deila um hvort þeir hefðu átt að spila þegar þeir voru sextán ára. Þú setur engar takmarkanir á svona leikmenn.“ Samkvæmt spænskum fjölmiðlum mæltust þessi ummæli De La Fuentes ekki vel fyrir hjá Börsungum sem vilja passa að setja ekki of mikla pressu á Yamal. Í síðustu viku sagði knattspyrnustjóri Barcelona, Xavi, að Yamal væri enginn greiði gerður með að líkja honum við Messi. Yamal hefur komið við sögu í öllum ellefu leikjum Barcelona á tímabilinu. Liðið er í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 21 stig, þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Spænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira