Guardiola um rifrildið eftir leik í gær: Arsenal menn vita ástæðuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2023 07:56 Mikel Arteta og Pep Guardiola unnu lengi saman hjá Manchester City en keppa nú um titilinn. Getty/Lexy Ilsley Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, neitaði að segja frá því um hvað menn voru að rífast eftir stórleik Arsenal og Manchester City í gær. Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023 Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en eftir leik voru ósætti í gangi á milli Kyle Walker, varnarmanns City, og Nicolas Jover, sem er sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal. Gabriel Martinelli hafði tryggt Arsenal 1-0 sigur með marki á 86. mínútu leiksins en með sigrinum komst Arsenal upp fyrir Manchester City og upp að hið Tottenham á toppnum. / Kyle Walker was involved in an altercation with Arsenal's coaching and ground staff because Nicolas Jover, Arsenal's set piece coach, attempted to shake Walker's hand, but Walker refused. #afc pic.twitter.com/PfFPFZMS5G— Arsenal Network (@ArsenalNetwork1) October 8, 2023 Manchester City er dottið niður í þriðja sætið en liðið tapaði þarna öðrum deildarleik sínum í röð. Walker var ósáttur með Jover sem vann áður hjá Manchester City og það sauð upp úr á milli þeirra á leið til búningsklefa. Jover bauð fram hönd sína en Walker neitaði að taka í höndina á honum. Erling Haaland togaði Walker síðan í burtu og Bukayo Saka reyndi að gera hið sama með Jover. Pep Guardiola var spurður út í atvikið eftir leikinn. „Ég veit hvað gerðist en ég ætla ekki að segja neitt. Arsenal menn vita ástæðuna,“ sagði Pep Guardiola. „Ekkert lið hefur unnið fjóra meistaratitla í röð. Lið geta tapað leikjum en við erum enn í október. Stundum er gott að lenda á eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lið sem er spáð titlinum lendir í því að elta. Við vorum mikið að elta á síðasta tímabili en tímabilið er langt,“ sagði Guardiola. „Þetta var erfiður leikur hjá okkur á móti Wolves. Ég vil óska Arsenal til hamingju. Við vitum nákvæmlega hvað við þurfum að gera og við munum geta það. Við munum fá leikmenn aftur til baka og reynum að enda taphrinuna eins fljótt og hægt er á móti liðum eins og Brighton og [Manchester] United,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola on Kyle Walker's confrontation with Arsenal's set piece coach Nicolas Jover at Emirates. "I know what happened but I won't say anything... they know it" pic.twitter.com/nyE07F5luQ— (@ElijahKyama_) October 8, 2023
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Aserbaísjan - Ísland | Strákarnir okkar verða að sækja sigur í Bakú Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira