Camilla Läckberg sökuð um að nota skuggapenna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:11 Läckberg kynnir bók sína Gullbúrið á Spáni árið 2019. Getty/NurPhoto/Oscar Gonzalez Camilla Läckberg, einn af fremstu glæpasagnahöfundum Norðurlandanna, hefur neyðst til þess að sverja það af sér að nota „skuggapenna“ við skrif bóka sinna. Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Läckberg er einna þekktust fyrir glæpasögur sínar þar sem sögusviðið er heimabær hennar Fjällbacka en því var haldið fram á dögunum í grein í veftímaritinu Kvartal að aðrar bækur hennar, sem hafa verið kallaðar „hefndarsögur“, hafi að einhverjum og jafnvel stórum hluta verið skrifaðar af skuggapenna (e. ghostwriter). Orðrómur um meinta hjálparhellu er ekki nýr af nálinni en á dögunum freistaði blaðamaðurinn Lapo Lappin þess að rannsaka málið og mataði „stíl-forrit“ með bókum Läckberg. Forritið telur meðal annars algengustu orð textans og rannsakar hann út frá tölfræðilegum gögnum. Forritið fann samfellu í texta Fjällbacka-saganna en texti nýrri bókanna reyndist alls óáþekkur. Líkindi reyndust hins vegar vera með Gullbúrið og Silfurvængir eftir Läckberg og verkum Pascal nokkurs Engman, sem er ritstjóri Läckberg hjá útgáfunni Forum. Þá taldi forritið Engman höfund Kvinnor utan nåd, eftir Läckberg. Það var niðurstaða Lappin að það væru sterkar líkur á því að sumar bækur Läckberg hefðu í raun verið skrifaðar, að einhverjum eða stórum hluta, af skuggapenna. Läckberg hefur nú stigið fram og neitað ásökununum. Áður hafði hún birt færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist ávallt hafa verið opin með það að Pascal hefði hjálpað henni að þróa ný stílbrögð. Það væri ekki leyndarmál. Läckberg hefur ekki tjáð sig með beinum hætti um niðurstöðurnar varðandi Kvinnor utan nåd né hefur útgefandi hennar viljað tjá sig um máliðþ. Pascal sagði hins vegar í samtali við Kvartal að hann neitaði ásökununum en sagði vitað mál að ritstjórar ynnu með texta höfundar. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Bókmenntir Svíþjóð Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira