Leggja drög að brottflutningi tugþúsunda vegna mögulegs goss Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 06:46 Skjálftinn á mánudag olli nokrum skemmdum, meðal annars í Pozzuoli. epa/Ciro Fusco Stjórnvöld á Ítalíu undirbúa nú mögulegan brottflutning tugþúsund manns sem búa nærri Campi Flegrei ofureldfjallinu skammt frá Napólí. Málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í gær. Campi Flegrei-svæðið liggur vestur af Napólí og þar er að finna fjölda bæja og þorpa, þeirra á meðal Pozzuoli, Agnano og Bacoli. Íbúafjöldi þéttbýliskjarnanna er áætlaður um það bil 500.000. Alls eru 24 gígar í hinum gríðarstóra sigkatli, sem er mun stærri en Vesúvíus en gos í síðarnefnda lagði rómversku borgina Pompei í rúst árið 79. Yfir 1.100 skjálftar hafa mælst á svæðinu á síðasta mánuði, þar á meðal 4 stiga skjálfti á mánudag og 4,2 stiga skjálfti í síðustu viku. Um var að ræða öflugasta skjálftann á svæðinu í fjóra áratugi. Sérfræðingar segja að líklega megi rekja skjálftanna til landriss á svæðinu. Fæstir eru á því að gos sé yfirvofandi en áhyggjur eru uppi um þol bygginga á svæðinu og munu aðgerðir yfirvalda meðal annars miða að því að taka húsnæði út og meta útfrá aukinni skjálftavirkni. Ráðherra almannavarnamála sagði fyrr í vikunni að aðeins yrði ráðist í fjöldarýmingar af ítrustu nauðsyn. Staðarmiðlar hafa greint frá því að sjúkrahús á svæðinu hyggist hefja æfingar á rýmingu. Skjálftavirkni á Campi Flagrei-svæðinu var síðast töluverð á 9. áratug síðustu aldar og þá voru um 40.000 manns fluttir frá Pozzuli. Síðasta stóra gosið varð árið 1538 en talið er mögulegt að stórt gos fyrir um 39.000 árum hafi mögulega valdið útdauða Neanderthal-mannsins. Gjóska frá því gosi hefur fundist á Grænlandi. Ítalía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira
Campi Flegrei-svæðið liggur vestur af Napólí og þar er að finna fjölda bæja og þorpa, þeirra á meðal Pozzuoli, Agnano og Bacoli. Íbúafjöldi þéttbýliskjarnanna er áætlaður um það bil 500.000. Alls eru 24 gígar í hinum gríðarstóra sigkatli, sem er mun stærri en Vesúvíus en gos í síðarnefnda lagði rómversku borgina Pompei í rúst árið 79. Yfir 1.100 skjálftar hafa mælst á svæðinu á síðasta mánuði, þar á meðal 4 stiga skjálfti á mánudag og 4,2 stiga skjálfti í síðustu viku. Um var að ræða öflugasta skjálftann á svæðinu í fjóra áratugi. Sérfræðingar segja að líklega megi rekja skjálftanna til landriss á svæðinu. Fæstir eru á því að gos sé yfirvofandi en áhyggjur eru uppi um þol bygginga á svæðinu og munu aðgerðir yfirvalda meðal annars miða að því að taka húsnæði út og meta útfrá aukinni skjálftavirkni. Ráðherra almannavarnamála sagði fyrr í vikunni að aðeins yrði ráðist í fjöldarýmingar af ítrustu nauðsyn. Staðarmiðlar hafa greint frá því að sjúkrahús á svæðinu hyggist hefja æfingar á rýmingu. Skjálftavirkni á Campi Flagrei-svæðinu var síðast töluverð á 9. áratug síðustu aldar og þá voru um 40.000 manns fluttir frá Pozzuli. Síðasta stóra gosið varð árið 1538 en talið er mögulegt að stórt gos fyrir um 39.000 árum hafi mögulega valdið útdauða Neanderthal-mannsins. Gjóska frá því gosi hefur fundist á Grænlandi.
Ítalía Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Sjá meira