„Áttum ekki sérstakan leik en virði stigin“ Andri Már Eggertsson skrifar 5. október 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með frammistöðuna í kvöld Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með stigin tvö en var svekktur með frammistöðu liðsins eftir þriggja stiga sigur gegn Stjörnunni. „Mér fannst við ekki eiga sérstakan leik en ég virði stigin. Mér fannst frammistaðan ekki næginlega góð en ef ég fer betur yfir þetta í kvöld eða á morgun þá sé ég mögulega eitthvað jákvætt en við áttum kafla og kafla. Ekki meira en það,“ sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik. En hvað er það sem Benedikt er ekki sáttur með? „Frammistaðan. Við vorum að framkvæma mjög illa á báðum endum vallarins undir lokin og við vorum að taka vondar ákvarðanir. Við gerðum vel inn á milli og ég tek það ekki af liðinu en ég er ekkert voðalega sáttur. Við tókum samt öll stig og við þurfum á öllum stigum að halda. Við þurfum að halda áfram að safna stigum en þetta var ekki nægilega gott.“ Benedikt var ekki ánægður með að Chaz Williams og Mario Matasovic voru þeir einu sem voru að setja stig á töfluna fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. „Ég talaði um það í hálfleik að við færum ekki langt með tvö hjól undir bílnum í sókninni og við yrðum að fá þriðja og fjórða hjólið og helst hafa þetta átta hjóla kagga. Í seinni steig Carlos [Nova Mateo] upp og átti stóran þátt í að við kláruðum þetta.“ Mikil umræða hefur verið um hvort eigi að sameina meistaraflokk Njarðvíkur og Keflavíkur en hvaða skoðun hefur Benedikt á því? „Það verða aðrir að finna út úr því. Ég fæ þann heiður að fá að þjálfa félag eins og Njarðvík en ég hef ekki verið hérna nógu lengi til þess að eiga rétt á þeirri skoðun en eins og með allt annað verður þetta skoðað af rétta fólkinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum. UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
„Mér fannst við ekki eiga sérstakan leik en ég virði stigin. Mér fannst frammistaðan ekki næginlega góð en ef ég fer betur yfir þetta í kvöld eða á morgun þá sé ég mögulega eitthvað jákvætt en við áttum kafla og kafla. Ekki meira en það,“ sagði Benedikt Guðmundsson eftir leik. En hvað er það sem Benedikt er ekki sáttur með? „Frammistaðan. Við vorum að framkvæma mjög illa á báðum endum vallarins undir lokin og við vorum að taka vondar ákvarðanir. Við gerðum vel inn á milli og ég tek það ekki af liðinu en ég er ekkert voðalega sáttur. Við tókum samt öll stig og við þurfum á öllum stigum að halda. Við þurfum að halda áfram að safna stigum en þetta var ekki nægilega gott.“ Benedikt var ekki ánægður með að Chaz Williams og Mario Matasovic voru þeir einu sem voru að setja stig á töfluna fyrir Njarðvík í fyrri hálfleik. „Ég talaði um það í hálfleik að við færum ekki langt með tvö hjól undir bílnum í sókninni og við yrðum að fá þriðja og fjórða hjólið og helst hafa þetta átta hjóla kagga. Í seinni steig Carlos [Nova Mateo] upp og átti stóran þátt í að við kláruðum þetta.“ Mikil umræða hefur verið um hvort eigi að sameina meistaraflokk Njarðvíkur og Keflavíkur en hvaða skoðun hefur Benedikt á því? „Það verða aðrir að finna út úr því. Ég fæ þann heiður að fá að þjálfa félag eins og Njarðvík en ég hef ekki verið hérna nógu lengi til þess að eiga rétt á þeirri skoðun en eins og með allt annað verður þetta skoðað af rétta fólkinu,“ sagði Benedikt Guðmundsson að lokum.
UMF Njarðvík Subway-deild karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira