Gripu til varna eftir gagnrýni á umfjöllun sína um Taylor Swift og Kelce Aron Guðmundsson skrifar 5. október 2023 08:31 Samband Travis Kelce og Taylor Swift hefur vakið töluverða athygli Vísir/Getty NFL deildin í Bandaríkjunum hefur gripið til varna sökum gagnrýni þess efnis að deildin sé að gera of mikið úr sambandi Travis Kelce, leikmanns Kansas City Chiefs, við poppstjörnuna Taylor Swift. Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“ NFL Bandaríkin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira
Segja má að Swift sé stærsta poppstjarna í heiminum um þessar mundir og hefur samband hennar við Kelce vakið mjög mikla athygli. Swift hefur undanfarið verið að mæta á leiki með Kansas City Chiefs og er NFL deildin að nýta sér það til hins ítrasta. Deildin greip til varna í gær eftir að bera fór á gagnrýni þess efnis að hún væri að einblína of mikið á samband Kelce við Swift í tengslum við umfjöllun leikja. Gagnrýnin kom frá íþróttaáhugafólki sem og Kelce sjálfum. Áhorfið á leiki Kansas City Chiefs hefur aukist töluvert síðan sögusagnir um samband Kelce og Swift fóru á kreik Swift var sjálf á leik Chiefs gegn síðustu helgi gegn New York Jets og horfðu yfir 27 milljónir einstaklinga á útsendinguna frá leiknum. Er það mesta áhorf á leik á sunnudegi síðan að Super Bowl fór fram. Fyrir leikinn voru sýndar auglýsingar um heimildarmyndina Taylor Swift: The Eras Tour þar sem poppstjörnunni er fylgt á tónleikaferðalagi sínu. Á meðan að leik stóð birtist hún yfir sautján sinnum í mynd í stúkunni og þá hefur NFL deildin notað hana óspart í því efni sem birt er á samfélagsmiðlareikningum deildarinnar. Í yfirlýsingu frá NFL deildinni, þar sem að hún ver nálgun sína segir: „Fréttirnar af Taylor Swift og Travis Kelce er stór menningarleg stund í poppsögunni. Við ákváðum að nýta okkur það þar sem þarna mætast skemmtanabransinn og íþróttirnar. Við höfum séð ótrúlegan fjölda góðra viðbragða við þessu.“ Þungamiðjan sé enn efni beintengt leikjum deildarinnar. Í hlaðvarpsþætti með bróður sínum á dögunum sagði Kelce að NFL deildin væri að gera aðeins of mikið úr sambandi hans við Swift. „Klárlega að gera mikið úr þessu, sér í lagi minni stöðu en ég held líka að deildinni þyki þetta bara skemmtilegt og vilji gera góða hluti úr þessu.“
NFL Bandaríkin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Sjá meira