Atletico og Shaktar komu bæði til baka og tryggðu sér sigra Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 18:47 Leikmenn Atletico fagna öðru marki Alvaro Morata í leiknum gegn Feyenoord í dag. Vísir/Getty Atletico Madrid vann góðan sigur á Feyenoord í E-riðli Meistaradeildarinnar í dag en leiknum er nýlokið. Þá er Shaktar Donetsk komið á blað eftir útisigur í Belgíu. Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Atletico Madrid gerði jafntefli við Lazio í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar fyrir skömmu og þurfti því á þremur stigum að halda gegn Feyenoord í dag sem vann sigur í sínum leik gegn Celtic í fyrstu umferðinni. Leikurinn í dag var fjörugur. Mario Hermoso skoraði sjálfsmark á 7. mínútu og kom Feyenoord í 1-0 en Alvaro Morata jafnaði fimm mínútum síðar. Davnid Hancko kom Feyenoord í 2-1 á 34. mínútu en undir lok fyrri hálfleiks jafnaði Antoine Griezmann metin með frábæru markið og staðan í hálfleik 2-2. Antoine Griezmann (31) has scored more goals in the Champions League than Samuel Eto'o, Kaka, and Wayne Rooney (30) Class pic.twitter.com/t6I12peyjR— ESPN FC (@ESPNFC) October 4, 2023 Í síðari hálfleik var það síðan heimaliðið frá Madrid sem tryggði sér sigurinn. Morata skoraði sitt annað mark strax í upphafi hálfleiksins og tryggði liðinu 3-2 sigur. Atletico er því komið í efsta sæti riðilsins með fjögur stig og er einu stigi á undan Feyenoord. Celtic og Lazio mætast í Skotlandi í kvöld. Í Belgíu vann Shaktar Donetsk góðan 3-2 útisigur á Royal Antwerp. Arbnor Muja og Michel Balikwisha komu Antwerp í 2-0 í fyrri hálfleik en úkraínska liðið frá Donetsk átti magnaða endurkomu í síðari hálfleiknum. Danylo Sikan minnkaði muninn á 48. mínútu, Yaroslav Rakitskiy jafnaði á þeirri 71. og Sikan tryggði sigurinn fimm mínútum síðar. Toby Alderweireld fékk tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma en náði ekki að skora úr vítaspyrnu. Lokatölur 3-2 og fyrstu stig Shaktar því komin í hús en Antwerp tapaði gegn Porto í sínum fyrsta leik. Porto mætir Barcelona í Portúgal nú á eftir.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira