Grættu þjálfarann sinn eftir leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 12:30 Emma Hayes hefur gert frábæra hluti með Chelsea liðið undanfarinn áratug. EPA-EFE/JOHAN NILSSON Emma Hayes hefur gert frábæra hluti með kvennalið Chelsea undanfarin ár og liðið vann meðal annars tvöfalt á síðustu leiktíð. Chelsea liðið hóf titilvörnina með sigri á Tottenham á Stamford Bridge en þjálfarinn átti þó erfitt með sig í leikslok. Ástæðan var gjöf sem hún fékk frá Millie Bright og öðrum leikmönnum í Chelsea liðinu. Eftir leikinn var Hayes nefnilega kölluð fram og fékk þá treyju að gjöf með „Papa 82“ á bakinu. Treyjan var til minningar um Sid, föður Emmu Hayes, sem lést í síðustu viku, 82 ára gamall. Hayes bað leikmenn sína um að heiðra minningu föður síns með góðri frammistöðu en stelpurnar hennar gerðu meira en það. Tilfinningarnar báru Hayes ofurliði í kjölfarið og henni tókst ekki að halda aftur af tárunum. Chelsea hefur unnið enska meistaratitilinn undanfarin fjögur ár en undanfarin þrjú ár hafði liðinu mistekist að vinna fyrsta leikinn. Liverpool vann Chelsea í fyrstu umferðinni í fyrra og liðið tapaði fyrir Arsenal árið áður. Þá gerði liðið jafntefli á móti Manchester United 2020. Mark undir lokin frá Mörthu Thomas sá til þess að nú vann Chelsea loksins fyrsta leikinn sinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig í dag. Ég elska leikmennina mína af því að þær átta sig á aðstæðum og hugsuðu vel um mig á mjög erfiðum tíma. Þetta var erfitt fyrir alla mína fjölskyldu og ég vildi bara komast í gegnum þetta,“ sagði Emma Hayes eftir leik. Emma Hayes hefur gert Chelsea sex sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að enskum bikarmeisturum en hún hefur stýrt liðinu frá því í ágúst 2012. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Chelsea liðið hóf titilvörnina með sigri á Tottenham á Stamford Bridge en þjálfarinn átti þó erfitt með sig í leikslok. Ástæðan var gjöf sem hún fékk frá Millie Bright og öðrum leikmönnum í Chelsea liðinu. Eftir leikinn var Hayes nefnilega kölluð fram og fékk þá treyju að gjöf með „Papa 82“ á bakinu. Treyjan var til minningar um Sid, föður Emmu Hayes, sem lést í síðustu viku, 82 ára gamall. Hayes bað leikmenn sína um að heiðra minningu föður síns með góðri frammistöðu en stelpurnar hennar gerðu meira en það. Tilfinningarnar báru Hayes ofurliði í kjölfarið og henni tókst ekki að halda aftur af tárunum. Chelsea hefur unnið enska meistaratitilinn undanfarin fjögur ár en undanfarin þrjú ár hafði liðinu mistekist að vinna fyrsta leikinn. Liverpool vann Chelsea í fyrstu umferðinni í fyrra og liðið tapaði fyrir Arsenal árið áður. Þá gerði liðið jafntefli á móti Manchester United 2020. Mark undir lokin frá Mörthu Thomas sá til þess að nú vann Chelsea loksins fyrsta leikinn sinn. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig í dag. Ég elska leikmennina mína af því að þær átta sig á aðstæðum og hugsuðu vel um mig á mjög erfiðum tíma. Þetta var erfitt fyrir alla mína fjölskyldu og ég vildi bara komast í gegnum þetta,“ sagði Emma Hayes eftir leik. Emma Hayes hefur gert Chelsea sex sinnum að enskum meisturum og fimm sinnum að enskum bikarmeisturum en hún hefur stýrt liðinu frá því í ágúst 2012. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer)
Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira