Davíð Smári: Ætla að fá að njóta mómentsins í kvöld bara Hjörvar Ólafsson skrifar 30. september 2023 20:10 Vestri leikur í efstu deild á næsta keppnistímabili. Mynd/KSÍ Davíð Smári Lamude var að vonum stoltur og hrærður þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að ljóst var að lærisveinar hans hjá Vestra hefðu tryggt sér sæti í efstu deild með dramatísku sigri gegn Aftureldingu í úrslitaleik um sæti í deild þeirra bestu. „Ég er bara orðlaus í raun en fyrst og fremst er ég bara ofboðslega stoltur þessa stundina. Ég er ekki síst stoltur af þeim stuðningsmönnum sem mættu hér í kvöld og studdu okkur frábærlega. Það var ekki að sjá að það væru 400 kílómetrar á völlinn á þessum leik,“ sagði Davíð Smári aðspurður um hvernig honum væri innanbrjósts. „Ég efaðist aldrei um það að við gætum farið upp þrátt fyrir að við færum rólega af stað í deildinni. Við vorum inni í öllum leikjum og það vantaði lítið upp á að stigin færu að koma í hús. Það sem skipti jafn miklu leikmenn að leikmenn höfðu ávallt trú,“ sagði Davíð Smári um tímabilið sem var að ljúka. „Mér fannst við stýra leiknum í venjulegum leiktíma en misstum aðeins tökin í fyrri hluta framlengingarinnar. Þeir ógnuðu aldrei markinu okkar og við vorum meira með boltann. Markið var ofboðslega flott, bæði sendingin og svo slúttið,“ sagði þjálfarinn um leikinn. Davíð Smári á hliðarlínunni í leik dagsinsHafliði Breiðfjörð Davíð Smári hefur nú farið upp með lið úr fimm efstu deildum deildarkeppninnar: „Ég þurfti þrjár atrennur til þess að fara upp úr næstefstu deild þannig að ætli ég verði ekki að segja að það hafi verið erfiðast að fara upp úr henni,“ sagði hann léttur. „Ég ætla bara að njóta mómentsins núna og leyfa mér bara að vera í núinu í kvöld og næstu daga. Svo förum við að skipuleggja næsta tímabil og það að leika í efstu deild,“ sagði Davíð hrærður um upplifun sína af kvöldinu og framhaldið. Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
„Ég er bara orðlaus í raun en fyrst og fremst er ég bara ofboðslega stoltur þessa stundina. Ég er ekki síst stoltur af þeim stuðningsmönnum sem mættu hér í kvöld og studdu okkur frábærlega. Það var ekki að sjá að það væru 400 kílómetrar á völlinn á þessum leik,“ sagði Davíð Smári aðspurður um hvernig honum væri innanbrjósts. „Ég efaðist aldrei um það að við gætum farið upp þrátt fyrir að við færum rólega af stað í deildinni. Við vorum inni í öllum leikjum og það vantaði lítið upp á að stigin færu að koma í hús. Það sem skipti jafn miklu leikmenn að leikmenn höfðu ávallt trú,“ sagði Davíð Smári um tímabilið sem var að ljúka. „Mér fannst við stýra leiknum í venjulegum leiktíma en misstum aðeins tökin í fyrri hluta framlengingarinnar. Þeir ógnuðu aldrei markinu okkar og við vorum meira með boltann. Markið var ofboðslega flott, bæði sendingin og svo slúttið,“ sagði þjálfarinn um leikinn. Davíð Smári á hliðarlínunni í leik dagsinsHafliði Breiðfjörð Davíð Smári hefur nú farið upp með lið úr fimm efstu deildum deildarkeppninnar: „Ég þurfti þrjár atrennur til þess að fara upp úr næstefstu deild þannig að ætli ég verði ekki að segja að það hafi verið erfiðast að fara upp úr henni,“ sagði hann léttur. „Ég ætla bara að njóta mómentsins núna og leyfa mér bara að vera í núinu í kvöld og næstu daga. Svo förum við að skipuleggja næsta tímabil og það að leika í efstu deild,“ sagði Davíð hrærður um upplifun sína af kvöldinu og framhaldið.
Lengjudeild karla Vestri Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira