Gylfi umkringdur aðdáendum: „Vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 21:31 Gylfi Þór Sigurðsson hafði í nægu að snúast eftir leikinn í kvöld. Twitter Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur á knattspyrnuvöllinn er hann kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn. Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn.
Danski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira