Hugar að andlega þættinum fyrir umspilið Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2023 11:00 Magnús Már Einarsson ætlar sér með Aftureldingu upp í efstu deild. Vísir/arnar Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar segir að það sé mikil trú í leikmannahópi liðsins fyrir komandi umspil um laust sæti í Bestudeildinni. Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“ Lengjudeild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Afturelding mætir Leikni í undanúrslitaviðureigninni í Breiðholtinu í dag en leikurinn hefst klukkan 16:30. Um er að ræða tveggja leikja einvígi og mætast liðin síðan aftur á sunnudaginn. Sigurvegarinn í einvíginu mætir síðan annað hvort Fjölni eða Vestra á laugardalsvellinum 30. september. „Við erum fyrst og fremst bara mjög spenntir. Þetta eru skemmtilegir leikir sem eru framundan og nýtt fyrirkomulag og það verður gaman að taka þátt í þessu. Þetta er búið að vera gott sumar hjá okkur. Við erum búnir að setja stigamet og besti árangur Aftureldingar frá upphafi. En við viljum bara enn þá meira og ætlum okkur að klára þetta umspil,“ segir Magnús og heldur áfram. Ætla sér á Laugardalsvöll „Við vissum að fyrirkomulagið yrði svona fyrir mót og það er ekkert hægt að vera kvarta yfir því, þetta var vitað. Þetta eru forréttindi að spila svona stóra leiki og svo verður úrslitaleikurinn á Laugardalsvellinum og okkur dreymir um að komast þangað. Við nýtum orkuna í bæjarfélaginu og í félaginu Aftureldingu. Handboltinn þekkir þetta, blakið þekkir þetta og stuðningsmenn okkar þekkja það að spila í svona umspili. Við ætlum bara að nýta það og keyra þetta alla leið.“ Afturelding var mest með 11 stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið missteig sig oft seinnipartinn á tímabilinu og hleyptu Skagamönnum að lokum upp fyrir sig en ÍA tryggði sér sæti í Bestudeildinni um helgina. Afturelding endaði því í 2. sæti og fer í umspil. Leiknir endaði 5. sætinu, Fjölnir í því þriðja og Vestri í fjórða. Margir töluðu um það fyrr í sumar að Afturelding væri hreinlega komið upp í Bestudeildina en það gekk ekki eftir, ekki í bili. Magnús segist hafa fengið aðstoð frá góðum manni þegar kemur að andlegri heilsu leikmannanna. „Ég er með góðan mann sem hjálpar mér og hefur svo sem gert það í allt sumar, áður en mótið byrjaði og meira segja í fyrra líka. Fyrst og fremst er trúin í hópnum mikil og liðsheildin er frábær og hefur verið allan tímann.“
Lengjudeild karla Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn