Eigendur PSG nýta fjölskyldutengslin Valur Páll Eiríksson skrifar 18. september 2023 10:30 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani, eigandi PSG og emír Katar. Getty Þjóðverjinn Julian Draxler var um helgina seldur frá Paris Saint-Germain í Frakklandi til katarska liðsins Al-Ahli. Hann er þriðji leikmaður franska liðsins sem katarskir eigendur PSG selja til heimalandsins í sumar. Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Töluverð endurnýjun hefur orðið á leikmannahópi frönsku meistaranna í sumar eftir að Spánverjinn Luis Enrique tók við stjórnartaumunum í júní. Randal Kolo Muani, Manuel Ugarte, Ousmané Dembélé og Lucas Hernández eru á meðal leikmanna sem hafa verið keyptir dýrum dómum í frönsku höfuðborgina. Alls hefur PSG keypt 13 leikmenn í aðalliðshóp félagsins í sumar. Rýma þarf til fyrir nýjum mönnum, losa um launakostnað og selja leikmenn til að brjóta ekki reglur Knattspyrnusambands Evrópu um fjárhagslega háttvísi. PSG hefur eytt 350 milljónum evra í leikmannakaup í sumar og sölur eru þarfar til að vega á móti. Um 90 milljónir evra fengust fyrir Brasilíumanninn Neymar þegar hann færði sig til Al-Hilal í Sádi-Arabíu og Hollendingurinn Georginio Wijnaldum flutti einnig til olíuríkisins. Illa gekk aftur á móti að selja þrjá leikmenn liðsins sem Luis Enrique hafði engin not fyrir. Þá Marco Verratti, Abdou Diallo og Julian Draxler. Þá voru hæg heimatökin hjá Tamim bin Hamad Al Thani, emírs Katar og eiganda PSG, að einfaldlega fá annan meðlim konungsfjölskyldunnar, Sjeik Tamim Bin Fahad Al Thani, forseta Al-Arabi, til að kaupa tvo þeirra. Al-Arabi keypti Verratti á 45 milljónir evra og Diallo á 15 milljónir. Um helgina varð Draxler svo þriðji leikmaður Parísarliðsins til að færa sig til Katar en Al-Ahli SC keypti hann á 20 milljónir evra. PSG hefur því fengið 80 milljónir evra, tæplega tólf milljarða króna, frá félögum í katörsku úrvalsdeildinni í sumar. Það nemur rúmlega 41 prósenti af öllum tekjum liðsins á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Franski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira