„Eitthvað sem við viljum keppa að á hverju ári“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 11:30 Ásgeir Sigurgeirsson og félagar hans í KA fá tækifæri til að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag. Vísir/Hulda Margrét Ásgeir Sigurgeirsson og félagar hans í KA mæta til leiks á Laugardalsvöll í dag er liðið mætir Víkingum í úrslitum Mjólkurbikars karla. „Eins og þú segir er langt síðan KA var síðast í úrslitum, en spennustigið er mjög gott. Bæði innan liðsins og í klúbbnum öllum,“ sagði Ásgeir í samtali við Aron Guðmundsson í gær. „Þetta er eitthvað sem við viljum vera að keppa að á hverju ári, að koma með titil norður, og við fáum tækifæri til þess núna um helgina.“ Hann segir að KA þurfi að halda sig við sitt skipulag til að geta tryggt sér bikarinn og að veður gæti sett strik í reikninginn. „Ég held bara að við þurfum að spila okkar leik og halda í okkar plan sem við erum búnir að setja upp fyrir leikinn. Við þurfum að mæta þeim líkamlega og ég gæti trúað því að þetta verði líkamlega erfiður leikur. Það verður slæmt veður og völlurinn þungur þannig að við þurfum að spila bara okkar leik,“ bætti Ásgeir við. Kærkomin pása eftir erfitt prógram Eftir tímabil þar sem KA-menn spiluðu þétt vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppni hefur liðið nú fengið góða pásu til að endurhlaða batteríin fyrir leikinn stóra í dag. „Það var gott prógram á okkur í júlí og ágúst þar sem við vorum að spila marga leiki og bara geggjaða leiki. Við vorum að spila Evrópuleiki þar sem við viljum vera og keppa í deildinni. En þetta var kærkomin pása og við komum bara ferskir inn í þennan leik á laugardaginn.“ KA er á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni, en liðið á enn eftir að fagna bikarmeistaratitlinum. Á sama tíma er Víkingur á leið í sinni fjórða bikarúrslitaleik í röð og getur að sama skapi orðið bikarmeistari í fjórða sinni í röð. Ásgeir segir það þó spennandi að geta bundið enda á sigurgöngu Víkinga. „Þetta er verðugt verkefni, en við höfum trú á að við getum unnið þá. Það er langt síðan seinast að það kom titill norður og langt síðan við unnum úrslitaleik þannig það er kominn tími á það núna. Klippa: Ásgeir Sigurgeirs fyrir bikarúrslit Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
„Eins og þú segir er langt síðan KA var síðast í úrslitum, en spennustigið er mjög gott. Bæði innan liðsins og í klúbbnum öllum,“ sagði Ásgeir í samtali við Aron Guðmundsson í gær. „Þetta er eitthvað sem við viljum vera að keppa að á hverju ári, að koma með titil norður, og við fáum tækifæri til þess núna um helgina.“ Hann segir að KA þurfi að halda sig við sitt skipulag til að geta tryggt sér bikarinn og að veður gæti sett strik í reikninginn. „Ég held bara að við þurfum að spila okkar leik og halda í okkar plan sem við erum búnir að setja upp fyrir leikinn. Við þurfum að mæta þeim líkamlega og ég gæti trúað því að þetta verði líkamlega erfiður leikur. Það verður slæmt veður og völlurinn þungur þannig að við þurfum að spila bara okkar leik,“ bætti Ásgeir við. Kærkomin pása eftir erfitt prógram Eftir tímabil þar sem KA-menn spiluðu þétt vegna þátttöku sinnar í Evrópukeppni hefur liðið nú fengið góða pásu til að endurhlaða batteríin fyrir leikinn stóra í dag. „Það var gott prógram á okkur í júlí og ágúst þar sem við vorum að spila marga leiki og bara geggjaða leiki. Við vorum að spila Evrópuleiki þar sem við viljum vera og keppa í deildinni. En þetta var kærkomin pása og við komum bara ferskir inn í þennan leik á laugardaginn.“ KA er á leið í sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni, en liðið á enn eftir að fagna bikarmeistaratitlinum. Á sama tíma er Víkingur á leið í sinni fjórða bikarúrslitaleik í röð og getur að sama skapi orðið bikarmeistari í fjórða sinni í röð. Ásgeir segir það þó spennandi að geta bundið enda á sigurgöngu Víkinga. „Þetta er verðugt verkefni, en við höfum trú á að við getum unnið þá. Það er langt síðan seinast að það kom titill norður og langt síðan við unnum úrslitaleik þannig það er kominn tími á það núna. Klippa: Ásgeir Sigurgeirs fyrir bikarúrslit
Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira