Fyrst hvarf utanríkisráðherrann og nú varnarmálaráðherrann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 11:15 Það þykir áhyggjuefni að báðir ráðherrar séu horfnir af sjónarsviðinu, skýringalaust. epa/How Hwee Young Bandarísk stjórnvöld telja Li Shangfu, varnarmálaráðherra Kína, sæta rannsókn og vera haldið í stofufangelsi. Li sást síðast þegar hann flutti ræðu á friðar- og öryggisráðstefnu Kína og Afríkuríkjanna þann 29. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt Reuters afboðaði Li fund með yfirmönnum varnarmála í Víetnam í síðustu viku, skömmu áður en fundurinn átti að fara fram. Embættismenn í Víetnam sögðu að stjórnvöld í Pekíng hefðu frestað hinum árlega fundi ríkjanna. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem háttsettur embættismaður í Kína hverfur skyndilega af sjónarsviðinu. Rahm Emanuel, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið og hefur líkt ríkisstjórn leiðtogans Xi Jinping við skáldsögu Agötu Christie; Eftir stóð enginn (e. And Then There Were None). As Shakespeare wrote in Hamlet, Something is rotten in the state of Denmark. 1st: Defense Minister Li Shangfu hasn t been seen or heard from in 3 weeks. 2nd: He was a no-show for his trip to Vietnam. Now: He s absent from his scheduled meeting with the Singaporean Chief of Navy — (@USAmbJapan) September 15, 2023 Hvarf Li kemur á hæla þess að utanríkisráðherranum Qin Gang var skyndilega skipt út í júlí. Gang hafði þá ekki sést í nokkrar vikur og hefur ekki sést síðan. Þá voru tveir háttsettir hershöfðingjar skotflaugadeildar hersins látnir fjúka snemma í ágúst en annar þeirra, Li Yuchao, hafði ekki sést í nokkrar vikur né var brotthvarf hans útskýrt. Xi er sagður hafa staðið fyrir umfangsmiklum hreinsunum meðal valdamanna Kína. Talað hefur verið um aðgerðir gegn spillingu en sérfræðingar segja þeim einnig hafa verið beint gegn pólitískum andstæðinum. Nú er svo komið að allir hæstsettu embættismenn landsins eru bandamenn Xi. Bill Bishop, sérfræðingur í málefnum Kína, bendir meðal annars á að það verði að teljast afa ótrúverðugt að ætla að halda því fram að spilling þrífist enn á toppnum eftir áratug Xi í embætti. Drew Thompson við Lee Kuan Yew School of Public Policy segir Li og Qin hafa verið gluggi Vesturlanda inn í ógegnsætt kerfi og að hvarf þeirra sé áhyggjuefni. Þá sé það til marks um innhverfu Kína að þarlend stjórnvöld sjái enga ástæðu til að gefa skýringu á því að svo háttsettir menn séu allt í einu horfnir af sjónarsviðinu. Kína Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Samkvæmt Reuters afboðaði Li fund með yfirmönnum varnarmála í Víetnam í síðustu viku, skömmu áður en fundurinn átti að fara fram. Embættismenn í Víetnam sögðu að stjórnvöld í Pekíng hefðu frestað hinum árlega fundi ríkjanna. Þetta er langt í frá í fyrsta sinn sem háttsettur embættismaður í Kína hverfur skyndilega af sjónarsviðinu. Rahm Emanuel, sendiherra Bandaríkjanna í Japan, er meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið og hefur líkt ríkisstjórn leiðtogans Xi Jinping við skáldsögu Agötu Christie; Eftir stóð enginn (e. And Then There Were None). As Shakespeare wrote in Hamlet, Something is rotten in the state of Denmark. 1st: Defense Minister Li Shangfu hasn t been seen or heard from in 3 weeks. 2nd: He was a no-show for his trip to Vietnam. Now: He s absent from his scheduled meeting with the Singaporean Chief of Navy — (@USAmbJapan) September 15, 2023 Hvarf Li kemur á hæla þess að utanríkisráðherranum Qin Gang var skyndilega skipt út í júlí. Gang hafði þá ekki sést í nokkrar vikur og hefur ekki sést síðan. Þá voru tveir háttsettir hershöfðingjar skotflaugadeildar hersins látnir fjúka snemma í ágúst en annar þeirra, Li Yuchao, hafði ekki sést í nokkrar vikur né var brotthvarf hans útskýrt. Xi er sagður hafa staðið fyrir umfangsmiklum hreinsunum meðal valdamanna Kína. Talað hefur verið um aðgerðir gegn spillingu en sérfræðingar segja þeim einnig hafa verið beint gegn pólitískum andstæðinum. Nú er svo komið að allir hæstsettu embættismenn landsins eru bandamenn Xi. Bill Bishop, sérfræðingur í málefnum Kína, bendir meðal annars á að það verði að teljast afa ótrúverðugt að ætla að halda því fram að spilling þrífist enn á toppnum eftir áratug Xi í embætti. Drew Thompson við Lee Kuan Yew School of Public Policy segir Li og Qin hafa verið gluggi Vesturlanda inn í ógegnsætt kerfi og að hvarf þeirra sé áhyggjuefni. Þá sé það til marks um innhverfu Kína að þarlend stjórnvöld sjái enga ástæðu til að gefa skýringu á því að svo háttsettir menn séu allt í einu horfnir af sjónarsviðinu.
Kína Bandaríkin Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent