Veiðin - Þriðji þáttur með Ásgeiri Heiðar Karl Lúðvíksson skrifar 16. september 2023 09:02 Ásgeir Heiðar og Gunnar Bender ræða málin við Breiðuna Þá er þriðji þátturinn af Veiðin með Gunnari Bender að koma á Vísi og að þessu sinni er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Gunnar fór í Elliðaárnar með engum öðrum en Ásgeiri Heiðari en það er óhætt að segja að það eru fáir sem þekkja ánna jafnvel og hann. Ásgeir Heiðar er einn af mestu reynsluboltum í veiði á Íslandi. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 3. þáttur Hann hefur í fjóra áratugi verið leiðsögumaður veiðimanna í flestum ám landsins. Gunnar Bender skellti sér með honum í Elliðaárnar í Reykjavík í Júní síðastliðnum, en þar var hann með skemmtilegan viðburð. Stangaveiðifélag Reykjavíkur stóð fyrir viðburðinum en þar er Ásgeir Heiðar með sýnikennslu á flugu, ásamt því að kynna veiðistaði í ánni. Ásgeir Heiðar þekkir Elliðaárnar betur en flestir aðrir Þeir sem fara í gegnum veiðileiðsögn með Ásgeiri Heiðari í Elliðaánum læra mjög vel á ánna og hvernig fjölbreyttir veiðistaðir hafa ólíka nálgun. Þetta er þáttur sem þú mátt alls ekki missa af. Stangveiði Mest lesið Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Veiði
Gunnar fór í Elliðaárnar með engum öðrum en Ásgeiri Heiðari en það er óhætt að segja að það eru fáir sem þekkja ánna jafnvel og hann. Ásgeir Heiðar er einn af mestu reynsluboltum í veiði á Íslandi. Klippa: Veiðin með Gunnari Bender - 3. þáttur Hann hefur í fjóra áratugi verið leiðsögumaður veiðimanna í flestum ám landsins. Gunnar Bender skellti sér með honum í Elliðaárnar í Reykjavík í Júní síðastliðnum, en þar var hann með skemmtilegan viðburð. Stangaveiðifélag Reykjavíkur stóð fyrir viðburðinum en þar er Ásgeir Heiðar með sýnikennslu á flugu, ásamt því að kynna veiðistaði í ánni. Ásgeir Heiðar þekkir Elliðaárnar betur en flestir aðrir Þeir sem fara í gegnum veiðileiðsögn með Ásgeiri Heiðari í Elliðaánum læra mjög vel á ánna og hvernig fjölbreyttir veiðistaðir hafa ólíka nálgun. Þetta er þáttur sem þú mátt alls ekki missa af.
Stangveiði Mest lesið Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði Fyrstu laxarnir komnir í Korpu Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Vefsalan hjá Lax-Á að fara í gang Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði 1-2 metra þykkur ís á mörgum vötnum norðan- og vestanlands Veiði Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Veiði