Möguleg vatnaveröld með kolefnissamböndum í lofti Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2023 09:35 Teikning af fjarreikistjörnunni K2-18b. Hún gæti verið svonefnd hafvetnisreikistjarna með yfirborði fljótandi vatns. NASA, CSA, ESA, J. Olmsted (STScI), Science: N. Madhusudhan (Cam Stjörnufræðingar hafa fundið kolefnissameindir í andrúmslofti fjarreikistjörnu sem styrkir tilgátur um að þar kunni að vera haf fljótandi vatns. Einnig fundust óskýrari merki um að þar sé að finna efnasamband sem aðeins sjóþörungar mynda á jörðinni. K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
K2-18b er reikistjarna, um 8,6 sinnum massameiri en jörðin og fimm sinnum stærri að þvermáli, í lífbelti rauðrar dvergstjörnu í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu ljóninu. Tilgátur hafa verið um að hún kunni að vera svonefnd hafvetnisreikistjarna, reikistjarna með vetnisríkt andrúmslof og vatnshaf, frá því að hún fannst árið 2015. Nýlegar athuganir James Webb-geimsjónaukans á K2-18b benda til þess að í andrúmslofti hennar sé að finna bæði metan og koldíoxíð. Lítið reyndist hins vegar af ammoníaki, sem leysist greiðlega upp í vatni. Þetta er talið styrkja þá trú vísindamanna að undir andrúmsloftinu leynist fljótandi vatnshaf, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum um uppgötvunina. Þrátt fyrir að K2-18b sé töluvert frábrugðin jörðinni og beri að mörgu leyti meiri líkindi við Neptúnus telja sumir stjörnufræðingar að hafvetnisreikistjörnur geti verið lífvænlegar. Því þykja vísindamönnunum sem gerðu rannsóknina nú það spennandi tíðindi að Webb hafi fundið merki um sameindina dímetýlsúlfíð. Á jörðinni eru það eingöngu lífverur sem framleiða hana, fyrst og fremst ljóstillífandi bláþörungar í sjónum. Niðurstöður Webb um dímetýlsúlfíð eru þó ekki staðfestar en til stendur að rannsaka reikistjörnuna frekar til þess fá betur úr því skorið hvort að sameindin sé raunverulega til staðar þar. Efnasamsetning lofthjúps K2-18b. Webb-sjónaukinn nam ljós sem skein í gegnum lofthjúpinn þegar reikistjarnan gekk fyrir móðurstjörnuna frá jörðinni séð. Efni í lofthjúpnum skilja eftir sig verksummerki í ljósinu sem gera vísindamönnum kleift að efnagreina hann.Illustration: NASA, CSA, ESA, R. Crawford (STScI), J. Olmsted (S Hafið gæti verið of heitt fyrir líf Fleiri varnagla um mögulegan lífvænleika K2-18b þarf að slá. Þó að hún sé í lífbelti móðurstjörnu sinnar, þar sem hitinn er hvorki of mikill eða lítill til að vatn geti verið á fljótandi formi, er margt á huldu um hafvetnisreikistjörnur. Þó að þær séu algengustu fjarreikistjörnurnar sem menn hafa fundið til þessa í Vetrarbrautinni er enga slíka að finna í sólkerfinu okkar. Stærð reikistjörnunnar gæti þýtt að innviðum hennar svipi frekar til Neptúnusar en bergreikistjarna eins og jarðarinnar. Líklegt er þannig að undir niðri sé að finna stóran möttul úr ís undir miklum þrýstingi. Yfirborðið gæti verið úr fljótandi vatni með þunnum vetnislofthjúp, að því er segir í tilkynningu á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Allt eins líklegt er þó talið að hafið væri of heitt til þess að líf gæti þrifist í því eða að vatn gæti hreinlega ekki verið á fljótandi formi á reikistjörnum af þessu tagi.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24 Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53 Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Webb mældi hitastig á innstu reikistjörnu Trappist Hitastigið á dagshlið fjarreikistjörnunnar Trappist-1 b nær um 230 gráðum og gefur það til kynna að ekkert andrúmsloft sé þar að finna. Þetta segja meðlimir alþjóðlegs teymis vísindamanna sem beindu öflugum linsum James Webb geimsjónaukans (JWST) að fjarreikistjörnunni. 28. mars 2023 10:24
Fundu steindaský í lofthjúpi fjarlægrar risareikistjörnu Ský úr sílíkötum eru á meðal þess sem James Webb-geimsjónaukinn fann í lofthjúpi fjarreikistjörnu sem er margfalt stærri en nokkur hnöttur í okkar sólkerfi. Mælingar sjónaukans á reikistjörnunni eru sagðar byltingakenndar. 23. mars 2023 13:53
Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. 22. nóvember 2022 17:04