„Hafið vit á að dæma hlutina rétt og ekki taka þetta af liðinu“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. september 2023 19:15 Guðni skaut létt á sérfræðinga eftir sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét FH tapaði 2-3 gegn Þrótti á heimavelli. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var brjálaður út í dómgæsluna þar sem löglegt mark var tekið af FH. „Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum. FH Besta deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
„Mér skilst að leikurinn hafi haft jöfnunarmark eftir að hafa fengið að heyra að þetta hafi verið mark þá er ótrúlega sárt að það séu aðilar sem taka þetta af liðinu,“ sagði Guðni Eiríksson eftir leik. Í uppbótartíma skoraði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. „Það var enginn að óska eftir flaggi og þetta var ótrúlegt. Ég sagði við aðstoðardómarann að ég ætlaði rétt að vona að þetta væri rétt hjá honum. Hann sagði að þetta hafi verið klár rangstaða en ég tek það fram að ég á eftir að sjá atvikið aftur en ef að þetta er rangt þá er þetta svo dýrt og vont.“ „Ég þoli ekki svona, hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik.“ Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að fá stig. „Mörkin sem við fengum á okkur voru dýr. Í stöðunni 0-0 fannst mér við vera ofan á. Fyrsta markið fór í stöngina og í bakið á markmanninum og í öðru markinu gerði Aldís mistök og þriðja markið var vítaspyrna. Þetta var högg eftir högg eftir högg.“ „En við gáfumst ekki upp og út á það snýst liðsíþróttin og út á það gengur liðsíþróttin og framlagið, viljinn og dugnaðurinn var frábær. Þetta vill maður að liðið standi fyrir og ég gat ekki beðið um neitt meira frá liðinu.“ „Liðið sýndi að þeim er ekki sama og það lagði sig fram. En aftur ef markið var tekið af okkur þá verð ég brjálaður.“ Guðni var svekktur með mörkin sem FH fékk á sig í fyrri hálfleik og benti á að þetta var ekki í fyrsta sinn sem lukkan var með Þrótti gegn þeim. „Mörkin í fyrri hálfleik komu upp úr engu sem er mjög pirrandi. Í fyrsta leiknum á móti okkur fengu þær tvö víti í fyrri hálfleik. Hlutirnir hafa fallið með Þrótti á móti okkur og það er pirrandi,“ sagði Guðni Eiríksson að lokum.
FH Besta deild kvenna Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira