„Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. september 2023 21:20 Jóhann Berg Guðmundsson var með fyrirliðabandið í kvöld Vísir/Hulda Margrét Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, var afar ánægður með sigurinn. „Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira
„Þetta var geggjað við unnum vel fyrir þessu í dag og fengum ekki mörg færi á okkur. Það var markalaust í hálfleik og við töluðum um það að við yrðum að vera beinskeyttari sóknarlega og síðan kom Alfreð inn á og við fórum að spila með tvo frammi og það var ansi sætt að klára þetta,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Klippa: Fyrirliðinn sáttur Sóknarleikur Íslands var töluvert betri í síðari hálfleik sem skilaði marki og Jóhann Berg sagði að þessi sigur hafði mikla þýðingu. „Sigurinn hefur mikla þýðingu. Við ætluðum að vera þéttir og ekki gefa neitt eins og í síðasta leik gegn Lúxemborg síðasta föstudag. Það var mikilvægt að staðan hafi verið markalaus í hálfleik því við ætluðum að keyra á þá síðustu 10-15 mínúturnar og við fengum fullt af færum til þess að skora og hefðum átt að klára þetta fyrr en þetta mark gerði þetta sætara.“ Jóhanni fannst ansi gaman að koma á Laugardalsvöll og spila fyrir stuðningsmenn Íslands. „Það var geðveikt að spila hérna á Laugardalsvelli og ég þakka öllum þeim sem komu á völlinn. Í júní glugganum var líka fullt af fólki sem kom sem var frábært. Það var flott frammistaða í júní en ekki mikið af stigum en í dag fengum við þrjú stig sem var gríðarlega mikilvægt. „Þegar Laugardalsvöllur er svona þá er erfitt að eiga við okkur.“ Líkurnar eru ansi litlar á að Ísland fari upp úr riðlinum og á lokamót EM næsta sumar en að öllum líkindum fer Ísland í umspil um sæti á EM á næsta ári. „Eftir leikinn gegn Lúxemborg sagði ég að við myndum bara taka einn leik í einu og við ætlum að gera það. Næstu tveir leikir eru á heimavelli og þá fáum við aftur góða stemmningu. Það eiga fleiri leikmenn eftir að koma inn og þá verður meiri samkeppni í liðinu. Vonandi náum við í eins mörg stig og við getum og þá kemur það í ljós hvert það tekur okkur. Síðan er þetta umspil en það er ansi langt í það,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson að lokum.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Sjá meira