Leyniþjónustumaður opnar sig um morðið á Kennedy sextíu árum síðar Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 17:32 John F. Kennedy og eiginkona hans Jacqueline Kennedy ganga úr flugvél í Dallas þann 22. nóvember 1963, daginn sem hann var myrtur. EPA Paul Landis starfaði hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar John F. Kennedy, þáverandi Bandaríkjaforseti, var myrtur í nóvember 1963. Landis var í Dallas þar sem morðið átti sér stað og varð vitni að atburðunum afdrifaríku, og hefur nú opnað sig um þá sextíu árum síðar. Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum. Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Vitnisburður hans er að einhverju leyti ólíkur niðurstöðum Warren-nefndarinnar sem rannsakaði morðið á sínum tíma og komst að þeirri niðurstöðu að Lee Harvey Oswald hafi myrt forsetann og að hann hafi verið einn að verki. Fjallað er um þennan nýja vitnisburð Landis í The New York Times. Þar er tekið fram að Landis hafi ekki verið fenginn í skýrslutöku af nefndinni. Landis segist ekki vilja kynda undir samsæriskenningar, sem hafa verið fjölmargar í gegnum tíðina, heldur einfaldlega greina frá því sem hann varð vitni að árið 1963. Þó er vert að taka fram að margt í framburðinum er ólíkt því sem kemur fram í ritaðri skýrslu frá Landis skömmu eftir morðið. Hann segist nú hafa heyrt þrjá byssuhvelli, en í skýrslunni sagði hann þá vera tvo. Segist hafa fundið byssukúluna frægu Töfrakúlukenningin (e. magic bullet theory), eins og hún er gjarnan kölluð, hefur verið miðlæg í umræðu um drápið í áratugi. Um er ræða útskýringu Warren-nefndarinnar á því hvernig ein kúlan sem Oswald skaut hafi bæði hæft Kennedy, sem og ríkisstjórann John Connally, sem sat með honum í limmósínunni þar sem forsetinn var skotinn daginn örlagaríka. Connally lifði atvikið af. Yfirleitt hefur því verið haldið fram að kúlan hafi fundist á sjúkrarúmi Connally, en Landis heldur því nú fram að hann hafi fundið umrædda byssukúlu á vettvangi, í limmósínunni. Hann hafi tekið kúluna af ótta um að óprúttnir aðilar myndu stela henni og sett á sjúkrarúm Kennedy. Fleira í lýsingum Landis fer ekki heim og saman með Warren-skýrslunni. Til dæmis eru lýsingar hans á því hvernig kúlan hæfði Kennedy ekki í samræmi við hina frægu töfrakúlukenningu. Á erfitt með að breyta eigin sannfæringu Þrátt fyrir þetta virðist Landis hikandi við að draga stærri ályktanir út frá vitnisburði sínum, líkt og hvort Oswald hafi verið einn að verki, sem umræðan um morðið hefur oft snúist um. Landis hafi alltaf trúað því að hann hafi verið einn að verki. „Á þessum tímapunkti velti ég þessu fyrir mér. Ég efast um sjálfan mig,“ er haft eftir Landis. Ljósmynd tekin daginn eftir morðið á John F. Kennedy. Líki hans hafði þarna verið komið fyrir í kistu og bandaríski fáninn breiddur yfir. Brast í grát Í umfjöllun New York Times er rætt við fleiri aðila um framburðinn. Til að mynda segist Lewis C. Merletti, fyrrverandi yfirmaður Bandarísku leyniþjónustunnar, ekki viss um hvort hann trúi Landis, sem nú er vinur hans. Hins vegar komi það honum ekki á óvart að minningarnar um atburðina í nóvember 1963 hafi hrjáð leyniþjónustumennina sem voru á vettvangi. Þetta passar við lýsingar í umfjölluninni. Sex mánuðum eftir atburðina hætti Landis í leyniþjónustunni og flutti frá Washington-borg. Síðan hefur hann unnið mörg störf, sem eiga það öll sameiginlegt að vera ólík því sem hann hafði hjá leyniþjónustunni. Þegar Landis var í þann mund að klára handrit að væntanlegri bók um málið á hann að hafa brostið í grát. „Ég áttaði mig ekki á því að ég væri uppfullur af bældum tilfinningum,“ er haft eftir honum.
Bandaríkin Einu sinni var... Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent