Þjóðverjar heimsmeistarar í fyrsta sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 10. september 2023 14:44 Dennis Schröder var frábær í liði Þjóðverja. Vísir/Getty Þjóðverjar eru heimsmeistarar í körfubolta í fyrsta sinn eftir sigur á Serbum í úrslitaleik. Þetta eru önnur verðlaun Þjóðverja á heimsmeistaramóti frá upphafi en þeir unnu alla leiki sína á mótinu. Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Bæði lið hafa komið nokkuð á óvart á mótinu og þau voru ekki efst á lista yfir þær þjóðir sem taldar voru líklegastar til afreka. Fyrir undanúrslitaleikina gegn Bandaríkjunum og Kanada voru þjóðirnar í vestri báðar taldar líklegri aðilinn í leikjunum en annað kom á daginn. Fyrri hálfleikur í úrslitaleiknum í dag var jafn og spennandi. Liðin skiptust margoft á forystunni og í þeim anda var staðan að sjálfsögðu jöfn í hálfleik. Staðan þá 47-47. Í þriðja leikhluta var hins vegar eins og Serbarnir einfaldlega frysu í sóknarleik sínum. Þeir áttu í stökustu vandræðum á meðan Þjóðverjar léku við hvern sinn fingur. First two-digit lead in the game Germany extend their lead to 11 in the Q3!#FIBAWC x #WinForDeutschland pic.twitter.com/mIsIpWMz7w— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Dennis Schröder sem leikur með Toronto Raptors í NBA-deildinni var allt í öllu og skoraði hverja körfuna á fætur annarri. Hann skoraði 10 stig í þriðja leikhluta og var maðurinn á bakvið tólf stiga forskot Þjóðverja fyrir lokafjórðunginn. Aleksa Avramovic var síðan maðurinn á bakvið áhlaup Serba í byrjun fjórða leikhluta. Hann minnkaði muninn í fjögur stig með þriggja stiga skoti í horninu en Johannes Voigtmann svaraði með risastórum þristi hinu megin og slökkti aðeins í Serbum. ALEKSAAAAAAAAAAAAAAAAA#FIBAWC x #WinForAll pic.twitter.com/jqvOJyZoZ5— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Í kjölfarið urðu sóknartilburðir Serba nokkuð örvæntingafullir. Avramovic tók hins vegar til sinna ráða og kom muninum niður í þrjú stig nánast einn síns liðs. Serbar stálu í kjölfarið boltanum af Þjóðverjum og fengu galopinn þrist til að jafna en skot Marko Guduric skoppaði af hringnum. Schröder jók muninn í fjögur stig af vítalínunni og Guduric svo aftur niður í tvö af línunni hinu megin. Hann fór reyndar illa með færi til að skora um leið og brotið var á honum og munurinn þá mögulega getað orðið minni. Þjóðverjar héldu í sókn með um 30 sekúndur á klukkunni. Dennis Schröder keyrði á Avramovic, sem verið hefur einn besti varnarmaður mótsins, og fór framhjá honum eins og ekkert væri og munurinn fjögur stig á ný. DENNIS SCHRÖDER! CLUTCH #FIBAWC pic.twitter.com/EdvXcpUhVL— FIBA Basketball World Cup 2023 (@FIBAWC) September 10, 2023 Serbar fóru illa með næstu sókn sína og Þjóðverjar kláruðu leikinn á vítalínunni. Lokatölur 83-77. Þeir fögnuðu gríðarlega í leikslok sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Þýskaland vann alla leiki sína á heimsmeistaramótinu. Dennis Schröder var frábær í leiknum eins og áður segir. Dennis Schröder var stigahæstur í þýska liðinu með 28 stig en Franz Wagner og Johannes Voigtmann áttu frábæran leik sömuleiðis. Í liði Serba var Avramovic stigahæstur með 21 stig. Stórstjarnan Bogdan Bogdanovic skoraði 17 stig en hann hefði þurft að taka meira af skarið undir lokin þegar Serbar þurftu á því að halda.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn