Mikilvægi leiksins kýrskýrt í huga Åge: „Verðum að mæta til leiks á fullu gasi“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 11:30 Åge Hareide varð að sætta sig við tap, 2-1 gegn Slóvakíu, í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands á laugardaginn. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti. „Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
„Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Fleiri fréttir Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira