Suðurlandsslagurinn getur fellt Selfyssinga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2023 10:00 Sif Atladóttir og stöllur hennar í Selfossliðinu gætu fallið úr deild þeirra bestu í dag. Vísir/Hulda Margrét Suðurlandsslagur ÍBV og Selfoss sem fram fer í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag er líklega einn sá mikilvægasti í áraraðir. Mistakist stelpunum frá Selfossi að vinna er liðið fallið úr deildinni. Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Bestu-deild kvenna var skipt upp í efri og neðri hluta eftir 18. umferðina sem lauk sunnudaginn 27. ágúst síðastliðinn. Keppni í neðri hlutanum hófst svo síðastliðinn sunnudag með viðureign Tindastóls og Keflavíkur, en vegna veðurs gat leikur ÍBV og Selfoss ekki farið fram deginum áður. Leiknum var því frestað og fer hann fram í dag þegar ÍBV tekur á móti Selfossi í Suðurlandsslag á Hásteinsvelli klukkan 17:00. Selfyssingar hafa ekki riðið feitum hesti á tímabilinu og situr liðið í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 18 leiki. Liðið er sjö stigum á eftir ÍBV og Keflavík og níu stigum á eftir Tindastóli. Þar sem liðin leika aðeins þrjá leiki í úrslitakeppni neðri hlutans er því ljóst að mistakist Selfyssingum að vinna í dag er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Staðan í neðri hlutanum.KSÍ/Skjáskot Þrátt fyrir að staða Eyjakvenna sé ekki jafn slæm og á Selfossi er leikurinn ekki síður mikilvægur fyrir ÍBV. Eyjaliðið er enn í harðri fallbaráttu og þarf nauðsynlega á stigi, og helst stigum, að halda til að slíta sig frá fallsvæðinu. Aðeins markatalan heldur ÍBV frá fallsvæðinu eins og staðan er nú og líklegt er að Eyjakonur vilji sækja sér örlítið andrými með sigri gegn Selfyssingum í nágrannaslag dagsins. Leikur ÍBV og Selfoss hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst tíu mínútum fyrr og að leik loknum verða Bestu mörkin á dagskrá þar sem fyrsta umferð úrslitakeppninnar verður gerð upp. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn