Tugir þúsunda hátíðargesta fastir í eyðimörkinni vegna rigningar Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2023 08:07 Gervihnattarmynd af hátíðarsvæðinu en talið er að 73 þúsund manns hafi sótt hátíðina. Margir þeirra eru fastir á svæðinu vegna leðju. AP/Maxar Gestum Burning man hátíðarinnar í eyðimörk Nevada í Bandaríkjunum var sagt í gær að spara matvæli, vatn og eldsneyti þar sem þúsundir sitja fastir á hátíðarsvæðinu vegna mikilla rigninga. Hátíðarsvæðið og nærliggjandi umhverfi er þakið þykkri leðju eftir rigningarnar. Öllum vegum við hátíðarsvæðið hefur verið lokað og hefur ekki verið hægt að tæma klósett á hátíðarsvæðinu um helgina. Von er á enn meiri rigningu í dag en hátíðinni líkur formlega á morgun og er áætlað að um 73 þúsund manns séu á hátíðarsvæðinu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að enn sé ekki ljóst hvenær hátíðargestir munu geta yfirgefið svæðið. Héraðsmiðillinn Reno Gazette Journal segir þó að einhverjir hafi gengið rúma átta kílómetra í gegnum leðjuna til að komast af svæðinu. Í frétt RGJ segir að gífurlega erfitt sé að ganga í leðjunni. Fógetinn í Washoe-sýslu, þar sem hátíðin er haldin, hefur beðið gesti um að reyna ekki að keyra af hátíðarsvæðinu eða inn á það. Fólk hefur líka verið beðið um að hætta að hringja í Neyðarlínuna til að fá almennar upplýsingar en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett upp vefsíðu þar sem gestir eiga að geta nálgast helstu upplýsingar. Due to flooding, the Nevada Department of Transportation has announced the closure of all travel lanes at Nevada State Route 447 near W Pyramid Lake Rd.— Washoe Sheriff (@WashoeSheriff) September 2, 2023 Ákveðið var að fresta því að halda hina frægu brennu, sem hátíðin fær nafn sitt frá, en það átti að gerast í gærkvöldi. Óttast var að fólk myndi reyna að yfirgefa svæðið í massavís eftir brennuna. Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira
Öllum vegum við hátíðarsvæðið hefur verið lokað og hefur ekki verið hægt að tæma klósett á hátíðarsvæðinu um helgina. Von er á enn meiri rigningu í dag en hátíðinni líkur formlega á morgun og er áætlað að um 73 þúsund manns séu á hátíðarsvæðinu. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að enn sé ekki ljóst hvenær hátíðargestir munu geta yfirgefið svæðið. Héraðsmiðillinn Reno Gazette Journal segir þó að einhverjir hafi gengið rúma átta kílómetra í gegnum leðjuna til að komast af svæðinu. Í frétt RGJ segir að gífurlega erfitt sé að ganga í leðjunni. Fógetinn í Washoe-sýslu, þar sem hátíðin er haldin, hefur beðið gesti um að reyna ekki að keyra af hátíðarsvæðinu eða inn á það. Fólk hefur líka verið beðið um að hætta að hringja í Neyðarlínuna til að fá almennar upplýsingar en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett upp vefsíðu þar sem gestir eiga að geta nálgast helstu upplýsingar. Due to flooding, the Nevada Department of Transportation has announced the closure of all travel lanes at Nevada State Route 447 near W Pyramid Lake Rd.— Washoe Sheriff (@WashoeSheriff) September 2, 2023 Ákveðið var að fresta því að halda hina frægu brennu, sem hátíðin fær nafn sitt frá, en það átti að gerast í gærkvöldi. Óttast var að fólk myndi reyna að yfirgefa svæðið í massavís eftir brennuna.
Bandaríkin Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Sjá meira