Gravenberch mætti ekki á æfingu og nálgast Liverpool Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 17:47 Ryan Gravenberch vill komast til Liverpool. Vísir/Getty Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch var ekki sjáanlegur á æfingu hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München í morgun. Liverpool hefur verið á eftir Gravenberch undanfarna dag og leikmaðurinn er sagður vilja koma félagaskiptunum í gegn. Liverpool og Bayern eiga enn í viðræðum um mögulegt kaupverð á miðjumanninum sem gekk í raðir þýska stórveldisins síðasta sumar frá Ajax. Þýsku meistararnir eru sagðir vilja á milli 30 og 35 milljónir punda fyrir leikmanninn. Forráðamenn Bayern eru þó ekki hrifnir af því að selja Gravenberch nema vera búnir að tryggja sér annan leikmann í staðinn. Félagið vinnur nú í því að reyna að að fá Joao Palhinha frá Fulham. Understand Liverpool have confirmed to Bayern they’ve official bid ready to be submitted for Ryan Gravenberch 🚨🔴 #LFCClubs in contact since Monday, formal process will start once Bayern will give green light as they need replacement.Gravenberch wants Liverpool move. pic.twitter.com/5vemH9Y7so— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2023 Liverpool er þó ekki eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á því að fá Gravenberch í sínar raðir. Erkifjendur þeirra í Manchester United hafa lengi haft augastað á leikmanninum og þrátt fyrir að Liverpool sé líklegri áfangastaður fyrir Hollendinginn hafa forráðamenn Manchester United þó ekki gefist upp í kapphlaupinu. Gravenberch er enn aðeins 21 árs gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Ajax í september 2018, þá aðeins 16 ára og 130 daga gamall sem gerði hann að yngsta leikmanni liðsins til að spila deildarleik frá upphafi. Hann lék 25 deildarleiki fyrir Bayern á síðasta tímabili og á einnig að baki 11 leiki fyrir hollenska landsliðið. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira
Liverpool og Bayern eiga enn í viðræðum um mögulegt kaupverð á miðjumanninum sem gekk í raðir þýska stórveldisins síðasta sumar frá Ajax. Þýsku meistararnir eru sagðir vilja á milli 30 og 35 milljónir punda fyrir leikmanninn. Forráðamenn Bayern eru þó ekki hrifnir af því að selja Gravenberch nema vera búnir að tryggja sér annan leikmann í staðinn. Félagið vinnur nú í því að reyna að að fá Joao Palhinha frá Fulham. Understand Liverpool have confirmed to Bayern they’ve official bid ready to be submitted for Ryan Gravenberch 🚨🔴 #LFCClubs in contact since Monday, formal process will start once Bayern will give green light as they need replacement.Gravenberch wants Liverpool move. pic.twitter.com/5vemH9Y7so— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2023 Liverpool er þó ekki eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur áhuga á því að fá Gravenberch í sínar raðir. Erkifjendur þeirra í Manchester United hafa lengi haft augastað á leikmanninum og þrátt fyrir að Liverpool sé líklegri áfangastaður fyrir Hollendinginn hafa forráðamenn Manchester United þó ekki gefist upp í kapphlaupinu. Gravenberch er enn aðeins 21 árs gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Ajax í september 2018, þá aðeins 16 ára og 130 daga gamall sem gerði hann að yngsta leikmanni liðsins til að spila deildarleik frá upphafi. Hann lék 25 deildarleiki fyrir Bayern á síðasta tímabili og á einnig að baki 11 leiki fyrir hollenska landsliðið.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Sjá meira