Hólmar Örn í bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:54 Erlingur lá í jörðinni í kjölfar atviksins Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hólmar hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik Vals og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum. Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“ Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira