Ekki ein uppsögn borist Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 10:26 Birgir var ekki á umræddum fundi og segist ekki geta tjáð sig um efni starfsmannafunda. Arnar Halldórsson Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. „Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira