Ekki ein uppsögn borist Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 10:26 Birgir var ekki á umræddum fundi og segist ekki geta tjáð sig um efni starfsmannafunda. Arnar Halldórsson Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. „Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir. Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
„Á þessum tímapunkti hefur ekki ein einasta uppsögn borist. Það hafa verið alls konar kjaftasögur og dómsdagsspár um þetta flugfélag í þessi tvö ár, ekki síst um einhverjar meintar hópuppsagnir, en það hefur ekkert af því gerst,“ segir Birgir. Ferðaþjónustufjölmiðillinn Túristi.is hefur greint frá því að átján flugmenn Play hafi fengið símtal frá Icelandair um að þeir gætu hafið störf hjá félaginu og að þeir myndu þiggja það boð. Hafi stjórnendur Play brugðist við stöðunni með því að funda með öllum flugmönnum félagsins í gærkvöldi. Birgir segir að samstarfs-og starfsmannafundir séu haldnir í hverjum einasta mánuði. Sjálfur hafi hann ekki verið viðstaddur á þessum téða fundi og geti ekki tjáð sig um umræðuefni hans. „Við erum í virku samtali við alla starfsmenn okkar alltaf,“ segir Birgir. „Það hefur verið að nást frábær árangur og það er sótt í þetta fólk frá öllum áttum, bæði innanlands og erlendis frá.“ Birgir segir heilbrigt að það sé samkeppni um fólk. Play hafi verið að fá verðlaun erlendis frá, meðal annars fyrir áhafnir og þjónustu. Einnig að ef það kæmi hópuppsögn sem hefði áhrif á starfsemi félagsins þyrfti Play að flagga því á markaði eins og önnur skráð félög. Það hafi hins vegar ekki gerst. Ekki hægt að líta á eina launatölu Í frétt Túrista.is kemur fram að grunnlaun flugmanna Play séu umtalsvert lægri en flugmanna Icelandair, það er 590 þúsund krónur samanborið við 860 þúsund. Aðspurður um samkeppnishæfni segir Birgir það margoft hafa komið fram að kjarasamningur og laun Play séu talsvert öðruvísi en hjá Icelandair. Þetta sé hins vegar mun flóknara mál og ekki hægt að benda á einhverja eina launatölu. Mikill flugmannaskortur sé í heiminum og öll flugfélög verði að bjóða laun sem standast skoðun. Þá séu einnig aðrir þættir sem skipta máli en laun. „Ef einhverjir einstaklingar vilja skipta um vinnu þá er það í góðu lagi. Þannig er það þjóðfélag sem við viljum búa í,“ segir Birgir.
Fréttir af flugi Kjaramál Play Icelandair Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira