Englandsmeistararnir og Úlfarnir komast að munnlegu samkomulagi um Nunes Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2023 17:01 Matheus Nunes er að öllum líkindum að ganga til liðs við Manchester City. James Gill - Danehouse/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City hafa komist að munnlegu samkomulagi við Úlfana um kaup á portúgalska miðjumanninum Matheus Nunes. City mun greiða 47,3 milljónir punda fyrir leikmanninn sem samsvarar tæplega 7,9 milljörðum króna. Gangi kaupin í gegn mun samningurinn ekki innihalda árangurstengdar bónusgreiðslur. Úlfarnir höfnuðu tilboði City í seinustu viku og talið var að félagið vildi fá yfir 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. Nunes var hættur að mæta á æfingar til að reyna að þvinga félagsskiptin í gegn. Gary O'Neil, þjálfari Wolves, sagði þó frá því að hann byggist við því að Nunes yrði áfram í herbúðum félagsins, en nú virðist annað ætla að koma á daginn. Englandsmeistararnir hafa verið í leit að leikmanni til að styrkja miðsvæðið eftir að Kevin de Bruyne meiddist í fyrstu umferð tímabilsins og gæti verið frá í allt að fjóra mánuði. City horfði lengi vel til Lucas Paqueta hjá West Ham, en félagið hætti við að eltast við hann eftir að enska knattspyrnusambandið greindi frá því að Paqueta sæti rannsókn vegna mögulegs brots á veðmálareglum deildarinnar. Nunes er 25 ára portúgalskur miðjumaður sem varð dýrasti leikmaður Wolves frá upphafi er liðið keypti hann síðasta sumar fyrir 38 milljónir punda. Hann hefur leikið 35 leiki fyrir Wolves í ensku úrvalsdeildinni og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í ellefu leikjum fyrir portúgalska landsliðið. Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
City mun greiða 47,3 milljónir punda fyrir leikmanninn sem samsvarar tæplega 7,9 milljörðum króna. Gangi kaupin í gegn mun samningurinn ekki innihalda árangurstengdar bónusgreiðslur. Úlfarnir höfnuðu tilboði City í seinustu viku og talið var að félagið vildi fá yfir 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. Nunes var hættur að mæta á æfingar til að reyna að þvinga félagsskiptin í gegn. Gary O'Neil, þjálfari Wolves, sagði þó frá því að hann byggist við því að Nunes yrði áfram í herbúðum félagsins, en nú virðist annað ætla að koma á daginn. Englandsmeistararnir hafa verið í leit að leikmanni til að styrkja miðsvæðið eftir að Kevin de Bruyne meiddist í fyrstu umferð tímabilsins og gæti verið frá í allt að fjóra mánuði. City horfði lengi vel til Lucas Paqueta hjá West Ham, en félagið hætti við að eltast við hann eftir að enska knattspyrnusambandið greindi frá því að Paqueta sæti rannsókn vegna mögulegs brots á veðmálareglum deildarinnar. Nunes er 25 ára portúgalskur miðjumaður sem varð dýrasti leikmaður Wolves frá upphafi er liðið keypti hann síðasta sumar fyrir 38 milljónir punda. Hann hefur leikið 35 leiki fyrir Wolves í ensku úrvalsdeildinni og skorað í þeim eitt mark. Þá hefur hann skorað eitt mark í ellefu leikjum fyrir portúgalska landsliðið.
Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira