Enginn titringur lengur á milli Carlsen og Niemann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 23:19 Magnus Carlsen og Hans Niemann í örlagaríkum leik sínum á Sinquefield-skákmótinu síðastliðið haust. CRYSTAL FULLER/SAINT LOUIS CHESS CLUB Magnus Carlsen, margfaldur heimsmeistari í skák og Hans Niemann, skákmeistari, hafa náð sáttum og segist Carlsen reiðubúinn til þess að tefla að nýju við Niemann á skákmótum í framtíðinni, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“ Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Hans Niemann höfðaði meiðyrðamál gegn Magnus Carlsen eftir að sá síðarnefndi sakaði hann um að hafa svindlað gegn sér á skákmóti í St. Louis í Missouri í Bandaríkjunum í fyrra. Hinn nítján ára gamli Niemann bar óvænt sigur úr býtum gegn Carlsen sem hafði verið ósigraður um langa hríð. Var sú kenning meðal annars á kreiki að Niemann hafi verið með fjarstýrt unaðstæki ástarlífsins í endaþarmi og fengið upplýsingar um besta leikinn frá vitorðsmanni með því að láta tækið titra á fyrirfram ákveðinn hátt. Þurfti Niemann í kjölfarið að þola strangari öryggisgæslu en aðrir keppendur á skákmótum. Hann stefndi Carlsen í október 2022, rúmum mánuði eftir leik þeirra og krafðist 15 milljarða króna frá honum vegna meiðyrða. Sjálfur hefur hann ítrekað þvertekið fyrir að hafa svindlað. Segir Niemann ekki hafa svindlað Því máli var hins vegar vísað frá af alríkisdómstóli í Missouri í Bandaríkjunum í júní. Nú vísar Guardian í yfirlýsingu frá Chess.com þar sem segir að öllum hömlum gegn Niemann hafi verið aflétt, komist hafi verið að samkomulagi um að hætta við málaferlin. Segja forsvarsmenn Chess.com ennfremur að engar safnanir hafi fundist fyrir því að Niemann hafi svindlað í leikjum þar sem hann mætti sjálfur til leiks. Sjálfur segist Carlsen í eigin tilkynningu vera til í að mæta Niemann aftur við taflborðið. „Ég viðurkenni skýrslu Chess.com og það sem kemur fram í yfirlýsingu vefsíðunnar, að engar sannanir séu fyrir því að Niemann hafi svindlað í leik sínum gegn mér. Ég er tilbúinn til þess að tefla gegn Niemann í mótum í framtíðinni, komi til þess.“ Þá hefur Guardian eftir Hans Niemann að hann sé feginn því að málaferlum þeirra á milli sé lokið. „Ég er feginn því að hafa komist að gagnkvæmri lendingu og hlakka til að tefla aftur á Chess.com. Ég hlakka til að mæta Magnus í skák frekar en í réttarsalnum.“
Ásakanir um svindl í skákheiminum Skák Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Úr svartnætti í sólarljós Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað „Þetta var bara draumi líkast“ Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Úr svartnætti í sólarljós Flautumark í Breiðholti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira