„Þessi snerting og fá þrjá leiki í bann, guð minn góður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 19:16 Klopp fagnar hér eftir sigurinn í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp var gríðarlega ánægður með sigur Liverpool gegn Newcastle í dag. Leikmenn Liverpool voru einum færri megnið af leiknum en komu til baka undir lokin og tryggðu sér stigin þrjú. Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi. Enski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
Leikur Newcastle og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag var frábær afþreying. Mistök, rautt spjald og dramatík undir lokin er yfirleitt uppskrift að góðri skemmtun og var það svo sannarlega í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var vitaskuld sáttur eftir leikinn í dag. „Guð minn góður hvað ég hafði gaman af þessu. Í hálfleik sagði ég að ef við getum snúið þessu við þá sé það eitthvað til að segja barnabörnunum. Ég sé mín eftir tíu daga og get sagt þeim þetta þá,“ sagði Klopp í samtali við Sky eftir leik. „Þessi var erfiðari en Barcelona leikurinn,“ sagði Klopp og vísaði þá til 4-0 sigurs Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2019 eftir að liðið hafði tapað fyrri leik einvígisins 3-0. „Við byrjuðum ekki vel í leiknum. Við fengum á okkur mark og rautt spjald. Síðan spiluðum við betur. Tilfinningin var til staðar í leikhléinu,“ en Virgil van Dijk fyrirliði liðsins fékk rautt spjald á 28. mínútu fyrir brot á Alexander Isak sem var að sleppa í gegnum vörn Liverpool. Klopp var allt annað en sáttur við rauða spjaldið en þetta er annar leikurinn í röð þar sem leikmaður Liverpool fær beint rautt spjald. „Við þurfum að skoða þetta betur. Það er engin meðvituð snerting frá Virg, það er snerting en á leið í boltann er lítil snerting. Fyrir þessa snertingu, að fá þrjá leiki í bann. Guð minn góður,“ sagði Klopp en Liverpool áfrýjaði rauðu spjaldi sem Alexis Mac Allister fékk gegn Bournmouth um síðustu helgi og var það dregið til baka. Hann var að endingu spurður út í orðrómana um brottför Mo Salah. Blaðamaður Sky sagði að sagan væri ekki horfin af vefsíðum fjölmiðlanna. „Fyrir mér er hún það,“ svaraði Klopp en hann hefur verið harður á því að Salah fari hvergi.
Enski boltinn Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira