Hitinn farið yfir 25 stig í júní, júlí og ágúst Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 23:00 Einar Sveinbjörnsson segir þessa mynd lýsandi fyrir heiðríkjuna á Íslandi.. Veðurstofan Hitinn náði 26 stigum á Torfum í Eyjafirði í dag sem þýðir að hiti hefur farið yfir 25 stig alla sumarmánuðina þrjá. Það hefur ekki gerst oft. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Reiknaði með því í gær að hitinn kæmist á bestu stöðum í allt að 25 til 26 stig miðað við hitagæði loftsins og aðrar aðstæður. Það gekk eftir og hvergi hlýrra en í Torfum í Eyjafjaðarsveit í dag 25. ágúst. Þar sem hámarkshitinn mældist 26,4°C,“ skrifar hann. Þá segir hann að hæsti hitinn í júní hafi mælst 27,9°C á Egilsstaðaflugvelli en í júlí mest 26,5°C í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Hitinn hafi því farið yfir 25 stig í júní, júlí og ágúst. Það hafi einnig gerst sumarið 2021 en það séu aftur á móti einu sumrin frá aldamótum sem það hefur gerst. Hann segist ekki hafa yfirlit fyrir þann tíma, en viti þó til þess að hiti hafi rofið 25 stiga múrinn í júní, júlí og ágúst „gæðasumarið“ 1939. Það árið hafi hitinn einnig náð 25 stigum í september á Lambavatni á Rauðasandi með sléttum 25°C. „Spurning hvað komandi september býður okkur upp á?“ spyr hann svo. Með færslunni birtir hann tunglmynd sem hann segir lýsandi: „Heiðríkja á landinu, en háskýjabakkinn nálgaðist úr vestri á hádegi. Með þessari bylgjusíun má sjá greinilega hjarnmörk stóru jöklana. Ákomusvæðin greina sig vel frá jöðunum og skriðjöklum, þar sem vetrarsnjórinn er allur bráðnaður.“ Veður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Reiknaði með því í gær að hitinn kæmist á bestu stöðum í allt að 25 til 26 stig miðað við hitagæði loftsins og aðrar aðstæður. Það gekk eftir og hvergi hlýrra en í Torfum í Eyjafjaðarsveit í dag 25. ágúst. Þar sem hámarkshitinn mældist 26,4°C,“ skrifar hann. Þá segir hann að hæsti hitinn í júní hafi mælst 27,9°C á Egilsstaðaflugvelli en í júlí mest 26,5°C í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Hitinn hafi því farið yfir 25 stig í júní, júlí og ágúst. Það hafi einnig gerst sumarið 2021 en það séu aftur á móti einu sumrin frá aldamótum sem það hefur gerst. Hann segist ekki hafa yfirlit fyrir þann tíma, en viti þó til þess að hiti hafi rofið 25 stiga múrinn í júní, júlí og ágúst „gæðasumarið“ 1939. Það árið hafi hitinn einnig náð 25 stigum í september á Lambavatni á Rauðasandi með sléttum 25°C. „Spurning hvað komandi september býður okkur upp á?“ spyr hann svo. Með færslunni birtir hann tunglmynd sem hann segir lýsandi: „Heiðríkja á landinu, en háskýjabakkinn nálgaðist úr vestri á hádegi. Með þessari bylgjusíun má sjá greinilega hjarnmörk stóru jöklana. Ákomusvæðin greina sig vel frá jöðunum og skriðjöklum, þar sem vetrarsnjórinn er allur bráðnaður.“
Veður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Sjá meira