Vikutölurnar endurspegla ástandið í laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2023 13:37 Nýgengnir laxar á land í Langá Mynd: KL Vikulegar tölur úr laxveiðiánum sýna mjög greinilega hvað árnar á vestur og suðurlandi eiga erfitt vegna vatnsleysis þessa dagana. Þrátt fyrir vatnsleysi í mörgum ánum á vestur og suðurlandi, að Rangánum undanskildum, eru vikutölurnar ekki góðar nema í nokkrum ám. Ytri Rangá er með bestu vikuveiðina upp á 378 laxa á meðan Eystri Rangá er ekki með nema helming af þeirri veiði sem að þó má útskýra að hluta að það veiðist lítið þá daga sem áinn litast vegna hitabráðnunar. Aðrar ár sem náðu yfir 100 löxum voru Selá með 132 laxa, Hofsá með 120 laxa og Miðfjarðará með 107 laxa. Ytri Rangá er efst á listanum yfir veiðitölurnar með 2.159 laxa og þar sem það styttist í að maðkatíminn byrji þar og í Eystri Rangá eiga þær báðar eftir að stökkva hressilega upp fyrstu daga í maðki. Árnar sem bíða rigninga gætu átt töluvert inni líka en Laxá í Kjós og Langá sem dæmi eru báðar í þeirri stöðu að töluvert af laxi bíður ennþá í ósnum eftir því að ganga upp. Í Kjósinni er mikið af laxi fastur á milli hylja og þegar sá fiskur fer af stað verður veisla. Sama á við í Stóru Laxá í Hreppum en hún er eins og margar aðrar ár á svæðinu í hrikalega erfiðu vatni og laxinn bíður þess vegna færis í Hvítá þangað til hún fer upp í vatni. Vikuveiðin í þessum ám sem eiga það erfitt er ekki uppá marga fiska og dæmi um að heilu hollin sé ekki að ná 10 löxum í tvo dagaá 8-10 stangir. Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði Laxar að veiðast á öllum svæðum Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði
Þrátt fyrir vatnsleysi í mörgum ánum á vestur og suðurlandi, að Rangánum undanskildum, eru vikutölurnar ekki góðar nema í nokkrum ám. Ytri Rangá er með bestu vikuveiðina upp á 378 laxa á meðan Eystri Rangá er ekki með nema helming af þeirri veiði sem að þó má útskýra að hluta að það veiðist lítið þá daga sem áinn litast vegna hitabráðnunar. Aðrar ár sem náðu yfir 100 löxum voru Selá með 132 laxa, Hofsá með 120 laxa og Miðfjarðará með 107 laxa. Ytri Rangá er efst á listanum yfir veiðitölurnar með 2.159 laxa og þar sem það styttist í að maðkatíminn byrji þar og í Eystri Rangá eiga þær báðar eftir að stökkva hressilega upp fyrstu daga í maðki. Árnar sem bíða rigninga gætu átt töluvert inni líka en Laxá í Kjós og Langá sem dæmi eru báðar í þeirri stöðu að töluvert af laxi bíður ennþá í ósnum eftir því að ganga upp. Í Kjósinni er mikið af laxi fastur á milli hylja og þegar sá fiskur fer af stað verður veisla. Sama á við í Stóru Laxá í Hreppum en hún er eins og margar aðrar ár á svæðinu í hrikalega erfiðu vatni og laxinn bíður þess vegna færis í Hvítá þangað til hún fer upp í vatni. Vikuveiðin í þessum ám sem eiga það erfitt er ekki uppá marga fiska og dæmi um að heilu hollin sé ekki að ná 10 löxum í tvo dagaá 8-10 stangir.
Stangveiði Mest lesið Frægir í laxveiði á Íslandi Veiði Lokatölur komnar úr Norðurá Veiði Gæs marineruð í jólabjór eða malti Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Nokkuð jöfn veiði í Eystri Rangá Veiði Fnjóská: Tveggja daga holl með 27 laxa og mikið af silungi Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði 100 laxa vika í Stóru Laxá Veiði Laxar að veiðast á öllum svæðum Veiði 95 sm lax í Elliðaánum Veiði