Spánverjar sagðir ætla að velja sextán ára strák í A-landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 12:16 Hinn sextán ára gamli Lamine Yamal á fullri ferð með boltann í leik með aðalliði Barcelona. Getty/Alex Caparros Lamine Yamal er á hraðri uppleið í spænska fótboltanum og guttinn tekur mörg stór skref á ferli sínum þessa dagana. Nú síðast slá spænskir fjölmiðlar því upp að það sé búið að velja Lamine Yamal í spænska A-landsliðið í fótbolta. | Lamine Yamal could be the big surprise in the call-up for the Spain NT that will be released next week. [@mundodeportivo] #fcblive pic.twitter.com/AO98oNuySp— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Lamine Yamal er nýbúinn að spila sinn fyrsta leik með Barcelona en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Yamal er samkvæmt fréttum frá Spáni í landsliðshópnum fyrir leiki á móti Georgíu og Kýpur í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Valið á hópnum verður þó ekki endanlega gert opinbert fyrir en 1. september næstkomandi. Spili Lamine Yamal í þessum leikjum þá verður hann yngsti landsliðsmaður Spánar frá upphafi. Metið á nú Gavi en hann var 17 ára og 62 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Yamal hefur spilað tvo leiki með Barcelona á leiktíðinni og varð í öðrum þeim yngsti leikmaðurinn í sögu Barcelona til að byrja leik með aðalliðinu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Yamal hefur þegar vakið mikla athygli fyrir frábær tilþrif á vellinum og margir spá honum glæstum frama í fótboltanum. Hann fæddist á Spáni 13. júlí 2007 en faðir hans er frá Marokkó og móðir hans er frá Miðbaugs-Gíneu. Strákurinn getur því mögulega valið úr þremur landsliðum. Spili hann hinsvegar keppnisleik með Spáni þá á hann ekki lengur möguleika á því að spila með landsliði Marokkó eða landsliði Miðbaugs-Gíneu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Nú síðast slá spænskir fjölmiðlar því upp að það sé búið að velja Lamine Yamal í spænska A-landsliðið í fótbolta. | Lamine Yamal could be the big surprise in the call-up for the Spain NT that will be released next week. [@mundodeportivo] #fcblive pic.twitter.com/AO98oNuySp— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Lamine Yamal er nýbúinn að spila sinn fyrsta leik með Barcelona en hann hélt upp á sextán ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Yamal er samkvæmt fréttum frá Spáni í landsliðshópnum fyrir leiki á móti Georgíu og Kýpur í undankeppni EM í byrjun næsta mánaðar. Valið á hópnum verður þó ekki endanlega gert opinbert fyrir en 1. september næstkomandi. Spili Lamine Yamal í þessum leikjum þá verður hann yngsti landsliðsmaður Spánar frá upphafi. Metið á nú Gavi en hann var 17 ára og 62 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Yamal hefur spilað tvo leiki með Barcelona á leiktíðinni og varð í öðrum þeim yngsti leikmaðurinn í sögu Barcelona til að byrja leik með aðalliðinu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023 Yamal hefur þegar vakið mikla athygli fyrir frábær tilþrif á vellinum og margir spá honum glæstum frama í fótboltanum. Hann fæddist á Spáni 13. júlí 2007 en faðir hans er frá Marokkó og móðir hans er frá Miðbaugs-Gíneu. Strákurinn getur því mögulega valið úr þremur landsliðum. Spili hann hinsvegar keppnisleik með Spáni þá á hann ekki lengur möguleika á því að spila með landsliði Marokkó eða landsliði Miðbaugs-Gíneu. Messi had already scored a hat trick against Real Madrid before Lamine Yamal was even born pic.twitter.com/c8RrfTdFtq— BarçaTimes (@BarcaTimes) August 23, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira