Silva framlengir við City og hafnar Al-Hilal og PSG Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 17:31 Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Englands- og Evrópumeistara Manchester City. Vísir/Getty Bernardo Silva hefur framlengt samning sinn við Manchester City til ársins 2026. Hann hefur undanfarnar vikur verið orðaður við brottför frá félaginu. Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Silva hefur leikið með Manchester City síðan árið 2017 og er einn af lykilmönnum Pep Guardiola hjá félaginu. Silva er portúgalskur landsliðsmaður og lagði meðal annars upp sigurmark Rodri í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Inter í júní. Manchester City tilkynnti nú síðdegis að Silva hefði framlengt samning sinn en í allt sumar hefur hann verið orðaður við lið Al-Hilal í Sádi Arabíu. Tilboð upp á 500 þúsund pund á viku lá á borðinu en Silva ákvað að feta ekki í fótspor fjölmargra annarra knattspyrnumanna sem hafa fært sig um set. Frönsku meistararnir í PSG reyndu einnig að næla í Silva en Luis Campos sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu þekkir vel til Silva enda unnu þeir saman hjá Monaco á sínum tíma. .@BernardoCSilva has extended his contract at City until 2026! pic.twitter.com/lGyZ4I3lI0— Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Bernardo hefur verið einstakur á þeim tíma sem hann hefur verið hér á Etihad og við erum hæstánægðið að hann hafi skrifað undir framlengingu á samningnum,“ sagði Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá City. „Gæði hans og tækni er frábær. Það ásamt miklum dugnaði og fagmennsku gerir hann að einum besta leikmanni í heimi.“ Silva, sem unnið hefur fimm Englandsmeistaratitla með City, segir að áframhaldandi vera hans hjá liði Manchester City gefi honum tækifæri á að halda áfram að vinna. 2 0 2 6 — Manchester City (@ManCity) August 23, 2023 „Ég hef átt sex frábær ár hjá Manchester City. Að vinna þrennuna á síðasta tímabili var algjörlega einstakt og það er spennandi að vera hluti af leikmannahópi með svona mikið hungur og mikla ástríðu,“ sagði portúgalski landsliðsmaðurinn. „Velgengni fær þig til að vilja ennþá meira og þetta félag gefur mér tækifæri á að halda áfram að vinna. Ég elska þjálfarann, liðsfélaga mína og stuðningsmennina og vona að við getum búið til fleiri minningar á komandi árum.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira