Bestu mörkin: Rætt um ótrúlegt gengi FH eftir erfiða byrjun Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 23:30 FH fagnar marki í leik í sumar. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar FH í Bestu deild kvenna hefur án nokkurs vafa verið spútniklið tímabilsins til þessa. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar og gengi liðsins var rætt í Bestu mörkunum í gær. FH er nýliði í Bestu deild kvenna og mótið hjá liðinu hófst ekkert sérstaklega vel. Eftir þrjár umferðir var liðið með eitt stig, staða sem var kannski viðbúin hjá nýliðum í deildinni. Síðan þá hefur liðið hins vegar safnað saman tuttugu og fjórum stigum og aðeins Valur og Breiðablik hafa náð í fleiri mörk á sama tíma. „Þær byrjuðu illa en við sjáum að þær væru fimm stigum frá fimmta sæti. Ég man að þær áttu snemma tímabils leik gegn Val og það kom manni á óvart að FH-liðið væri að standa í þeim því það var eitthvað sem maður átti ekki endilega von á,“ sagði Helena Ólafsdóttir stjórnandi Bestu markanna í þættinum í gær. Klippa: Bestu mörk kvenna: Umræða um FH Helena sagði að FH hafi ekki endað ofar en í 6. sæti deildarinnar síðan liðið varð síðasti meistari á áttunda áratug síðustu aldar. Hún segist vita að fólk í Hafnarfirðinum vilji breyta þessari staðreynd. „Við vorum ekki mörg sem trúðum því að þær ætluðu að spila þennan hápressufótbolta sem þær voru að gera í næst efstu deild. Þær hafa afsannað það,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Samt ekki,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir þá inn í. „Maður var að búast við því að þær væru að fara að halda í þennan hápressufótbolta. Þær hafa verið að aðlaga sig. Þær hafa dottið niður í lágpressu en hafa aðlagað sig mun hraðar að hinum liðunum en við áttum von á.“ Alla umræðu þeirrar Helenu, Lilju Daggar og Hörpu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
FH er nýliði í Bestu deild kvenna og mótið hjá liðinu hófst ekkert sérstaklega vel. Eftir þrjár umferðir var liðið með eitt stig, staða sem var kannski viðbúin hjá nýliðum í deildinni. Síðan þá hefur liðið hins vegar safnað saman tuttugu og fjórum stigum og aðeins Valur og Breiðablik hafa náð í fleiri mörk á sama tíma. „Þær byrjuðu illa en við sjáum að þær væru fimm stigum frá fimmta sæti. Ég man að þær áttu snemma tímabils leik gegn Val og það kom manni á óvart að FH-liðið væri að standa í þeim því það var eitthvað sem maður átti ekki endilega von á,“ sagði Helena Ólafsdóttir stjórnandi Bestu markanna í þættinum í gær. Klippa: Bestu mörk kvenna: Umræða um FH Helena sagði að FH hafi ekki endað ofar en í 6. sæti deildarinnar síðan liðið varð síðasti meistari á áttunda áratug síðustu aldar. Hún segist vita að fólk í Hafnarfirðinum vilji breyta þessari staðreynd. „Við vorum ekki mörg sem trúðum því að þær ætluðu að spila þennan hápressufótbolta sem þær voru að gera í næst efstu deild. Þær hafa afsannað það,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Samt ekki,“ skaut Harpa Þorsteinsdóttir þá inn í. „Maður var að búast við því að þær væru að fara að halda í þennan hápressufótbolta. Þær hafa verið að aðlaga sig. Þær hafa dottið niður í lágpressu en hafa aðlagað sig mun hraðar að hinum liðunum en við áttum von á.“ Alla umræðu þeirrar Helenu, Lilju Daggar og Hörpu má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira