Haaland og Saka tilnefndir sem bæði besti og besti ungi leikmaður deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 15:01 Erling Braut Haaland og Bukayo Saka áttu báðir gott tímabil á síðasta tímabili. Tom Flathers/Manchester City FC via Getty Images Leikmannasamtökin PFA (e. Professional Footballers Association) hafa birt lista yfir þá sex leikmenn sem eru tilnefndir sem besti leikmaður tímabilsins og þá sex sem eru tilnefndir sem besti ungi leikmaður tímabilsins á síðastatímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira