„Ég var búin að æfa þetta með Jasmín í vetur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. ágúst 2023 20:22 Sædís Rún Heiðarsdóttir lagði upp tvö mörk fyrir Stjörnuna er liðið vann mikilvægan 4-2 sigur gegn Breiðablik í kvöld.Hún segist sérstaklega ánægð með seinni stoðsendinguna. „Það er mjög mikill léttir að klára þrjú stig og við ætluðum okkur alltaf að koma og sækja þau í dag. Það er bara mjög ljúft að gera það,“ sagði Sædís að leik loknum. Stjörnukonur höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og komust í 3-0 eftir um klukkutíma leik. Blikar voru þó ekki langt frá því að snúa leiknum við því þær minnkuðu muninn niður í 3-2 áður en fjórða mark Stjörnunnar leit dagsins ljós í uppbótartíma. „Mér fannst við spila mjög vel í kannski 75 mínútur, en hvað það er sem gerist eftir það er kannski erfitt að segja. Við þurfum að skoða það aftur. Það var algjör óþarfi að vera að fá á okkur þessi tvö mörk.“ Eins og áður segir gaf Sædís tvær stoðsendingar í leiknum, en hún segir það í raun ekki skipta neinu máli í stóru myndinni. „Þrjú stig er það eina sem skiptir mig máli sama hvernig við förum að því. Jú ég er sérstaklega ánægð með stoðsendingu númer tvö þar sem ég var búin að æfa þetta með Jasmín í vetur.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á. Við erum virkilega vel spilandi í 75 mínútur og það er eitthvað sem við þurfum klárlega að byggja ofan á,“ sagði Sædís að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 4-2 | Blikar bitu frá sér í lokin Stjarnan vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðablik í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Blikar hefðu komið sér í toppsæti deildarinnar með sigri. 16. ágúst 2023 19:51 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
„Það er mjög mikill léttir að klára þrjú stig og við ætluðum okkur alltaf að koma og sækja þau í dag. Það er bara mjög ljúft að gera það,“ sagði Sædís að leik loknum. Stjörnukonur höfðu öll völd á vellinum stærstan hluta leiksins og komust í 3-0 eftir um klukkutíma leik. Blikar voru þó ekki langt frá því að snúa leiknum við því þær minnkuðu muninn niður í 3-2 áður en fjórða mark Stjörnunnar leit dagsins ljós í uppbótartíma. „Mér fannst við spila mjög vel í kannski 75 mínútur, en hvað það er sem gerist eftir það er kannski erfitt að segja. Við þurfum að skoða það aftur. Það var algjör óþarfi að vera að fá á okkur þessi tvö mörk.“ Eins og áður segir gaf Sædís tvær stoðsendingar í leiknum, en hún segir það í raun ekki skipta neinu máli í stóru myndinni. „Þrjú stig er það eina sem skiptir mig máli sama hvernig við förum að því. Jú ég er sérstaklega ánægð með stoðsendingu númer tvö þar sem ég var búin að æfa þetta með Jasmín í vetur.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að byggja ofan á. Við erum virkilega vel spilandi í 75 mínútur og það er eitthvað sem við þurfum klárlega að byggja ofan á,“ sagði Sædís að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 4-2 | Blikar bitu frá sér í lokin Stjarnan vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðablik í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Blikar hefðu komið sér í toppsæti deildarinnar með sigri. 16. ágúst 2023 19:51 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 4-2 | Blikar bitu frá sér í lokin Stjarnan vann mikilvægan 4-2 sigur er liðið tók á móti Breiðablik í 16. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Blikar hefðu komið sér í toppsæti deildarinnar með sigri. 16. ágúst 2023 19:51