„Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Máni Snær Þorláksson skrifar 15. ágúst 2023 17:14 Hópurinn ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum. Skjáskot Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. „Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook. Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira
„Þetta eru sem sagt sex maraþon á sex dögum,“ segir Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sem fylgir hópnum eftir í þessum leiðangri. Þegar fréttastofa sló á þráðinn hjá hópnum í dag voru þeir rúmlega hálfnaðir með daginn í dag. Voru þeir þá staddir í grennd við Blönduós. „Hún ólst hérna upp, hún Inga Hrund. Við vorum að segja það að við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn.“ Klippa: Þetta eru svoddan jaxlar Í dag hófst maraþonið rétt áður en komið var að Varmahlíð. Þaðan var hlaupið í gegnum Blönduós og svo þrjátíu kílómetra aukalega. Áætlað er að halda svo áfram þaðan í fyrramálið. Eru menn ekkert að verða þreyttir? „Þetta eru svoddan jaxlar, þeir eru vanir að hlaupa svo rosalega en það eru einhver smá eymsli hér og þar.“ Þá segir Sveinn Benedikt að hópurinn sé búinn að vera heppinn með veðrið. Það er þó líkur á að svo verði ekki alla vikuna. „Það lítur út fyrir að vera ansi leiðinlegt veður á föstudaginn. Það verður áhugavert að sjá hvernig það fer að vera í blautum jakkafötum að hlaupa í rigningu og roki. Það gæti orðið svolítil brekka og þá eru menn orðnir þreyttir og svona.“ Vanir að hlaupa í jakkafötum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópurinn hleypur í jakkafötum. Þeir hafa áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og safnað áheitum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinsveikra barna. Pétur Ívarsson, formaður HHHC hópsins sagði í samtali við Vísi á dögunum að nú hafi planið verið að taka þetta upp á næsta stig. Að hans sögn mun hver hlaupari hlaupa heilt maraþon á dag í kílómetrum talið. Þetta samsvarar fimm maraþonhlaupum á fimm dögum fyrir hvern hlaupara í hópnum. „Við ætlum sem sagt að hlaupa í tveimur hópum, þannig að einn hópur hleypur tíu og hálfan kílómetra á meðan hinn hvílir sig og svo skiptum við.“ Ákveðið var að styrkja Kraft með hlaupunum því Inga Hrund nýtti þjónustu félagsins mikið á sínum tíma. Hægt er að fylgjast með hópnum á Instagram og Facebook.
Reykjavíkurmaraþon Húnaþing vestra Hlaup Tíska og hönnun Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Sjá meira