Páll Bergþórsson hundrað ára í dag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2023 13:44 Páll á 98 ára afmælisdegi sínum, þann 13. ágúst 2021. Vísir/Sigurjón Páll Bergþórsson veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri fagnar hundrað ára afmæli í dag. Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi. Tímamót Langlífi Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Vísir birti skemmtilega umfjöllun á 98 ára afmæli Páls. Þá sagðist hann enn leggja stund á fræðin. „Oftast er ég nú eitthvað að dunda við fræði þó ég hafi enga hæfileika nú orðið að minnsta kosti til þess en ég er mikið að dunda við veðurfræðina,“ sagði hann. Þá sagði hann að tími væri til kominn til loftslagsaðgerða. „Það er kominn sá tími núna að maðurinn er farinn að hafa afgerandi áhrif á það hvernig loftslagið breytist. Hann hafði það ekki lengi vel en hefur gert það núna síðustu áratugi og það er alveg stórhættulegt hvað hann er að gera,“ sagði Páll á 98 ára afmælisdaginn. Maturinn fjölbreyttari núna Fréttakona Stöðvar 2 náði tali af Páli í síðasta mánuði á árlegu sumargrilli Hrafnistu. Hann hafði sitt að segja um matinn sem boðið var upp á. „Hann er fyrst og fremst orðinn dýrari,“ sagði Páll og hló. „En hann er alltaf að verða fjölbreyttari. Það var ekki mjög fjölbreytt hjá okkur þegar ég var að alast upp eftir 1920.“ Útsýnisflug og fallhlífarstökk á afmælisdaginn Á Facebook síðu sinni segir Páll frá útsýnisflugi sem hann fór í yfir skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins í tilefni afmælisins. Afmæli Páls hafa vægast sagt verið viðburðarík en á 95 ára afmælisdaginn fór hann í fallhlífarstökk. Í samtali við Vísi sagði hann stökkið hafa verið þægilegra og notalegra en hann hafði búist við. „Þetta reynir ekkert á mann. Það reynir meira á mann að ganga 100 metra. Það var afskaplega skemmtilegt að finna loftið leika um sig og sjá jörðina mæta manni.“ Samkvæmt tölfræði Facebook síðunnar Langlífi voru við árslok 2022 46 einstaklingar yfir hundrað ára gamlir. Það ár varð 31 Íslendingur hundrað ára gamall. Þá var búist við að um tuttugu Íslendingar næðu hundrað ára aldrinum á þessu ári. Páll tilheyrir nú þeim hópi.
Tímamót Langlífi Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira