Rúmfatalagerinn verður JYSK Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2023 09:58 Rúmfatalagerinn mun heyra sögunni til frá og með lokum september. Rúmfatalagerinn verður JYSK frá og með lokum september. Nafnbreytingin er síðasta skrefið í viðamiklum breytingum síðustu ára með endurnýjun verslana og aukinni áherslu á þjónustu, gæði og upplifun viðskiptavina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Rúmfatalagersins, að með því að taka upp JYSK nafnið sé vegferð búðarinnar sem hún hefur verið í undanfarin ár styrkt enn frekar. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. „Nafnbreytingin er vissulega stór áskorun og örugglega ekki óumdeild hjá einhverjum, en við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við JYSK sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Látið af notkun nafnsins Sengetøjslager annars staðar JYSK var stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu JYSK Sengetøjslager og Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við JYSK. Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli, að því er segir í tilkynningunni. „Þær breytingar sem við höfum staðið í á verslunum okkar á síðustu árum hafa fallið í mjög góðan jarðveg. Fyrir mér er þetta augljóst næsta skref í þróun Rúmfatalagersins. JYSK er einstakt fyrirtæki og samband okkar við JYSK gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar þau frábæru verð sem við getum boðið. Það er okkur mikill styrkur að vera partur af eins stórri keðju. Með þessu erum við að leggja lokahönd á að byggja upp nýja ímynd og leggja grunninn að fyrirtækjamenningu sem við höfum trú á að muni reynast fyrirtækinu og viðskiptavinum þess farsæl til framtíðar,“ segir Þórarinn Ólafsson, forstjóri Lagerinn Iceland, móðurfélags Rúmfatalagersins í tilkynningunni. Samhliða nafnbreytingunni úr Rúmfatalagerinn í JYSK, verður verslun fyrirtækisins á Smáratorgi opnuð í nýrri mynd. Með því hafa fjórar af sjö verslunum félagsins verið endurnýjaðar og verður þeim sem eftir standa breytt á næstu misserum. Verslun Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúmfatalagernum. Haft er eftir Birni Inga Vilhjálmssyni, framkvæmdastjóra Rúmfatalagersins, að með því að taka upp JYSK nafnið sé vegferð búðarinnar sem hún hefur verið í undanfarin ár styrkt enn frekar. „Fyrirtækið hefur breyst gríðarlega frá opnun árið 1987 og er í dag svo svo miklu, miklu meira en lager af rúmfötum. Það er deginum ljósara að nafnið endurspeglar ekki lengur það mikla og góða vöruúrval sem við bjóðum upp á og það liggja mikil tækifæri í að endurnýja vörumerkið okkar og byggja upp nýja ímynd af fyrirtækinu til framtíðar. Rúmfatalagerinn býður upp á mikið af fallegum vörum fyrir öll herbergi heimilisins og nafnbreytingin styður áherslur okkar á aðrar vörur en rúmföt,“ segir Björn Ingi. „Nafnbreytingin er vissulega stór áskorun og örugglega ekki óumdeild hjá einhverjum, en við teljum þetta vera rétt og jákvætt skref fyrir okkur og viðskiptavini okkar og tengslin við JYSK sem er leiðandi á heimsvísu verða ennþá sterkari.“ Látið af notkun nafnsins Sengetøjslager annars staðar JYSK var stofnað árið 1979 sem lágvöruverðsverslun undir nafninu JYSK Sengetøjslager og Rúmfatalagerinn hóf starfsemi hér á landi árið 1987 í samstarfi við JYSK. Allt frá stofnun hefur félagið verið í nánu samstarfi við JYSK í Danmörku sem hefur vaxið í að verða alþjóðleg verslanakeðja sem rekur yfir 3.200 verslanir í 50 löndum víðsvegar um heiminn. Á síðustu árum hefur JYSK látið af notkun nafnsins Sengetøjslager þar sem það er ekki lengur lýsandi fyrir starfsemina og er breytingin á Íslandi loka skrefið í því ferli, að því er segir í tilkynningunni. „Þær breytingar sem við höfum staðið í á verslunum okkar á síðustu árum hafa fallið í mjög góðan jarðveg. Fyrir mér er þetta augljóst næsta skref í þróun Rúmfatalagersins. JYSK er einstakt fyrirtæki og samband okkar við JYSK gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar þau frábæru verð sem við getum boðið. Það er okkur mikill styrkur að vera partur af eins stórri keðju. Með þessu erum við að leggja lokahönd á að byggja upp nýja ímynd og leggja grunninn að fyrirtækjamenningu sem við höfum trú á að muni reynast fyrirtækinu og viðskiptavinum þess farsæl til framtíðar,“ segir Þórarinn Ólafsson, forstjóri Lagerinn Iceland, móðurfélags Rúmfatalagersins í tilkynningunni. Samhliða nafnbreytingunni úr Rúmfatalagerinn í JYSK, verður verslun fyrirtækisins á Smáratorgi opnuð í nýrri mynd. Með því hafa fjórar af sjö verslunum félagsins verið endurnýjaðar og verður þeim sem eftir standa breytt á næstu misserum.
Verslun Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira