Lauren James full iðrunar og fékk líka kveðju frá þeirri sem hún steig á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2023 08:01 Lauren James stígur hér á Michelle Alozie en hún fékk á endanum rautt spjald fyrir það og verður í banni í átta liða úrslitum HM. Getty/Matt Roberts Enska landsliðskonan Lauren James hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum á móti Nígeríu í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta þar sem hún fékk rautt spjald fyrir að stíga á mótherja. James fékk fyrst gula spjaldið en dómarinn breytti því í rautt spjald með hjálp frá myndbandadómurum. Enska liðið náði að koma leiknum í vítakeppni manni færri og tryggði sér sigur í henni og þar sem sæti í átta liða úrslitum. James verður í banni í þeim leik sem er á móti Kólumbíu. Lauren James has apologised to Nigeria's Michelle Alozie for her red card yesterday and has promised to learn from the experience. pic.twitter.com/7fFOHKfkc6— ESPN UK (@ESPNUK) August 8, 2023 Lauren James sendi afsökunarbeiðni til nígerísku landsliðskonunnar Michelle Alozie sem hún steig á. „Ég sendi þér ást og virðingu. Mér þykir svo leiðinlegt hvað gerðist þarna,“ skrifaði hin 21 árs gamla Lauren James til Alozie og bætti svo við: „Ég vil biðja stuðningsmenn enska liðsins og liðsfélaga mína afsökunar. Það er minn mesti heiður að spila með ykkur og fyrir ykkur og ég lofa að læra af þessari reynslu,“ skrifaði James. Lauren James is sent off for standing on Michelle Alozie pic.twitter.com/eNGE3d9GWK— ESPN UK (@ESPNUK) August 7, 2023 James var orðin stærsta stjarna enska liðsins enda kominn með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Pressan var mikil og hún náði sér ekki á strik í leiknum. Enska sambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu: „Lauren sér mikið eftir því sem hún gerði og leiddi til rauða spjaldsins. Hún er full iðrunar. Þetta er algjörlega út úr karakter hjá henni.“ Alozie sendi James líka kveðju. „Við erum að spila á stærsta sviðinu. Þessi leikur snýst um ástríðu, tilfinningar og móment. Ég ber fulla virðingu fyrir Lauren James,“ skrifaði Michelle Alozie. abeg, rest. we are playing on the world s stage. this game is one of passion, insurmountable emotions, and moments. all respect for Lauren James.— michelle alozie (@alozieee) August 8, 2023 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
James fékk fyrst gula spjaldið en dómarinn breytti því í rautt spjald með hjálp frá myndbandadómurum. Enska liðið náði að koma leiknum í vítakeppni manni færri og tryggði sér sigur í henni og þar sem sæti í átta liða úrslitum. James verður í banni í þeim leik sem er á móti Kólumbíu. Lauren James has apologised to Nigeria's Michelle Alozie for her red card yesterday and has promised to learn from the experience. pic.twitter.com/7fFOHKfkc6— ESPN UK (@ESPNUK) August 8, 2023 Lauren James sendi afsökunarbeiðni til nígerísku landsliðskonunnar Michelle Alozie sem hún steig á. „Ég sendi þér ást og virðingu. Mér þykir svo leiðinlegt hvað gerðist þarna,“ skrifaði hin 21 árs gamla Lauren James til Alozie og bætti svo við: „Ég vil biðja stuðningsmenn enska liðsins og liðsfélaga mína afsökunar. Það er minn mesti heiður að spila með ykkur og fyrir ykkur og ég lofa að læra af þessari reynslu,“ skrifaði James. Lauren James is sent off for standing on Michelle Alozie pic.twitter.com/eNGE3d9GWK— ESPN UK (@ESPNUK) August 7, 2023 James var orðin stærsta stjarna enska liðsins enda kominn með þrjú mörk og þrjár stoðsendingar á heimsmeistaramótinu. Pressan var mikil og hún náði sér ekki á strik í leiknum. Enska sambandið sendi líka frá sér yfirlýsingu: „Lauren sér mikið eftir því sem hún gerði og leiddi til rauða spjaldsins. Hún er full iðrunar. Þetta er algjörlega út úr karakter hjá henni.“ Alozie sendi James líka kveðju. „Við erum að spila á stærsta sviðinu. Þessi leikur snýst um ástríðu, tilfinningar og móment. Ég ber fulla virðingu fyrir Lauren James,“ skrifaði Michelle Alozie. abeg, rest. we are playing on the world s stage. this game is one of passion, insurmountable emotions, and moments. all respect for Lauren James.— michelle alozie (@alozieee) August 8, 2023
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira