Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Aron Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2023 11:01 Bergrós Björnsdóttir náði mögnuðum árangri á heimsleikum Crossfit á dögunum Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. „Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“ CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
„Við þurftum sem sagt að taka þátt í tveimur keppnisgreinum með mjög stuttu millibili og eftir fyrri greinina fór ég að finna fyrir örari hjartslætti og þurfti um leið að keyra á næstu grein,“ segir Bergrós um stundina erfiðu þegar að hún fór að finna fyrir einkennum hitaslag.„Í miðri seinni greininni fór mér að líða mjög skringilega, mér fannst eins og líkaminn væri að bregðast mér. Ég átti mjög erfitt andardrátt og leið bara ógeðslega illa. Þegar sú æfing var að fara klárast fann ég hvernig það slökknaði bara alveg á líkamanum og ég bara gat ekki haldið áfram.Starfslið heimsleikanna þurfti að bera mig út af keppnisgólfinu og það kom mér um leið í ískalt bað til þess að kæla líkamann niður. Ég hélt að með þessu væri ég búinn að klúðra tækifæri mínu í keppninni því með því að ná ekki að klára endaði ég í tíunda sæti greinarinnar og fékk fá stig.“ Hafði engu að tapa En svo kom á daginn að enn voru möguleikar á sæti á verðlaunapalli og á loka keppnisdeginum setti Bergrós í fluggír, endaði í 2.sæti í næstsíðustu greininni og gerði sér svo lítið fyrir og vann lokagrein mótsins. „Þessir þrír dagar einkenndust af miklum hæðum og lægðum og keppnin á milli okkar stelpnanna var mjög jöfn. Við vorum fimm eða sex stelpur að keppa um sæti á verðlaunapallinum og áttum allar mjög góðan möguleika.“ „Tvær síðustu greinar leikanna voru mjög góðar fyrir mig og ég vissi það alveg. Þær pössuðu mjög vel við mína styrkleika og ég var bara mjög örugg með sjálfa mig fyrir allar þessar hreyfingar, vissi að ég gæti staðið mig vel. Ég hafði engu að tapa, keyrði því bara á þetta og vonaði það besta. Vildi bara enda þetta með stæl.“ „Vil eiga langan og góðan feril“ Tilfinningin eftir að hafa sigrað lokagrein mótsins og tryggt sér þriðja sætið er ólýsanleg að sögn Bergrósar. „Þetta er það besta sem ég veit um og er fullkominn endir á tímabilinu fyrir mig, þetta hefur verið erfitt tímabil og ég er enn að meðtaka þetta. Ég er mjög ánægð með allt saman og stolt af sjálfri mér fyrir það hvernig ég tókst á við bakslög á mótinu.“ Virkilega flottur árangur hjá Bergrós svona snemma á ferlinum. Hverju viltu áorka í framhaldinu, hvert stefnirðu? „Ég vil eiga langan og góðan feril í CrossFit, langar að verða atvinnukona í íþróttinni alveg 100%. Ég ætla því að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að ná því markmiði.“
CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira