Hylltar sem hetjur eftir eitt stig á HM Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 15:30 Írsaka liðið með stuðningsmennina í baksýn. Twitter/@IrelandFootball Um 8.000 stuðningsmenn mættu til að taka á móti og hylla leikmenn írska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir komu liðsins heim til Írlands af HM í Eyjaálfu. Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Írska liðið náði því sem því íslenska tókst ekki, með því að komast í fyrsta sinn á HM með sigri í umspili síðasta haust, gegn Skotlandi. Írar áttu svo í fullu tré við mótherja sína í B-riðlinum á HM en töpuðu 1-0 fyrir heimakonum í Ástralíu, og 2-1 gegn ólympíumeisturum Kanada eftir að hafa komist yfir. Írar náðu svo í sitt eina stig með markalausu jafntefli við Nígeríu í lokaleik. Þrátt fyrir að liðið hafi endað í neðsta sæti síns riðils er ljóst að það hefur heillað írsku þjóðina því móttökurnar líktust því að nýkrýndir heimsmeistarar væru að snúa heim til Írlands. Eins og fyrr segir mættu um 8.000 manns á O‘Connell Street í Dublin, þar sem glatt var á hjalla í grænni og góðri stemningu. Unbelievable Around 8,000 at the homecoming for our WNT O Connell Street, a brilliant venue for the event, was rocking #COYGIG | #OUTBELIEVE pic.twitter.com/tIpY1coyTa— Ireland Football (@IrelandFootball) August 3, 2023 FIFA hækkaði verulega verðlaunafé fyrir mótið og fær hver leikmaður sem fór á HM jafnvirði um fjögurra milljóna króna í sinn hlut. Þeir leikmenn sem komust áfram í 16-liða úrslitin fá hins vegar fjórar milljónir til viðbótar hver, og leikmenn heimsmeistaraliðsins fá 36 milljónir hver í sinn hlut. Leikmenn írska liðsins grétu hins vegar ekki glataðar milljónir heldur dönsuðu og sungu með stuðningsmönnum, og þjálfarinn Vera Pauw var ein sú glaðasta og hrópaði „næst stefnum við á verðlaun“. Markvörðurinn Courtney Brosnan sagði: „Mér finnst það algjörlega stórkostlegt að geta verið ungum stelpum hvatning til að láta drauma sína rætast. Sérstaklega næstu kynslóð markvarða.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira