Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2023 08:01 Bergrós Björnsdóttir sést hér á verðlaunapallinum og að sjálfsögðu með íslenska fánann. Með henni eru Lucy McGonigle og Trista Smith. Instagram/@crossfitgames Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum. CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira
Bergrós lét ekki mótlætið stoppa sig á þessum heimsleikum og sýndi úr hverju hún er gerð með frábærum lokadegi á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós byrjaði lokadaginn í sjöunda sætinu en vann sig upp um fjögur sæti með því að náð öðru sætinu í næstsíðustu grein og tryggði sér svo bronsið með því að vinna lokagreinina. Bergrós lenti í vandræðum í annarri grein keppninnar þegar hún fékk hitaslag á fyrsta degi og átti eftir það á brattann að sækja. Engin uppgjöf var þó á dagskrá hjá okkar konu sem endaði heimsleikana á miklu skriði. Hún var enn inni í baráttunni um verðlaunasæti eftir fína frammistöðu á öðrum keppnisdegi. Það var líka mikil spenna fyrir lokadaginn því litlu munaði á keppendum í þriðja til áttunda sæti. Bergrós var í sjöunda til áttunda sæti fyrir síðustu tvær greinar keppninnar en miði er möguleiki og það sannaðii hún heldur betur. Til að ná bronsinu þá þurfti meira en bara að standa sig vel. Hún þurfti að standa sig frábærlega sem og hún gerði. Með því að vinna lokagreinina þá komst inn upp á verðlaunapall og endaði í rauninni tuttugu stigum á undan bandarísku stelpunni Reese Littlewood sem varð að sætta sig við fjórða sætið. Írinn Lucy McGonigle varð heimsmeistari í flokki sextán til sautján ára en önnur var hin bandaríska Trista Smith. McGonigle er sextán ára eins og Bergrós. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Breki Þórðarson endaði í fimmta og síðasta sæti í sínum flokki sem var flokkur þeirra sem eru með fötlun á efri hluta líkamans, svokölluðum Upper Extremity flokki. Eftir mjög erfiða tvo fyrstu dagana þá átti Breki sinn besta dag í gær. Hann varð annar í næstsíðustu greininni og varð síðan fjórði í lokagreininni. Hann endaði fjörutíu stigum frá fjórða sætinu en byrjaði daginn hundrað stigum frá fjórða sætinu. Breki náði því að enda krefjandi heimsleika á jákvæðum nótum.
CrossFit Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Sjá meira