Ótrúleg úrslit þegar þýska stálið bráðnaði en draumur Marokkó rættist Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 12:06 Alexandra Popp fórnar höndum. Mark hennar gegn Suður-Kóreu dugði Þjóðverjum ekki til að halda áfram keppni. Getty/Chris Hyde Tvöfaldir heimsmeistarar Þýskalands þurfa í fyrsta sinn í sögunni að sætta sig við að komast ekki í útsláttarkeppni HM kvenna í fótbolta, eftir lokaleikina í riðlakeppni mótsins í Eyjaálfu í dag. Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira