Sjáðu þrennuna: Þjálfari Orra aldrei haft betri slúttara Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 10:31 Orri Steinn Óskarsson kátur með boltann sem hann fékk til eignar eftir þrennuna gegn Breiðabliki í gærkvöld. Getty/Lars Ronbog Þó að Jacob Neestrup, FH-ingurinn fyrrverandi sem nú þjálfar FC Kaupmannahöfn, hafi verið afar gagnrýninn á sitt lið eftir leikinn við Breiðablik í gærkvöld þá hrósaði hann Orra Steini Óskarssyni í hástert. Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK. Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira
Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK.
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Sjá meira