Dani Alves enn í fangelsi og verður ákærður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2023 12:30 Dani Alves á varamannabekknum hjá Brasilíu á HM í Katar í desember 2022. Getty/Richard Sellers Dani Alves verður ákærður fyrir kynferðisbrot en dómari ákvað þetta og tilkynnti i spænskum réttarsal í gær eftir að hafa fundið næg sönnunargögn gegn brasilíska knattspyrnumanninum. Hinn fertugi Alves hefur setið inn í fangelsi síðan að hann var handtekinn í janúar. Hann losnaði ekki gegn tryggingu þar sem dómari taldi of miklar líkur á því að hann reyndi að flýja land. ESPN segir frá. Alves er ákærður fyrir að nauðga konu á næturklúbbi í Barcelona á næstsíðasta degi síðasta árs, 30. desember 2022. Hann heldur fram sakleysi sínu og segir að konan hafi samþykkt kynlífið. Alves hafði boðist til að afhenda vegabréf sitt og ganga um með staðsetningartæki á fætinum. Það dugði hins vegar ekki til að komast úr fangelsinu. Málið verður ekki tekið fyrir fyrr í réttarsalnum fyrr en seinna á þessu ári eða á byrjun þess næsta. Alves verður því í fanglesi næstu mánuði og á hættu að fá fimmtán ára dóm. Alves er einn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur unnið 42 titla á ferlinum þar af Meistaradeildina þrisvar með Barcelona og tvo Suðurameríkutitla með brasilíska landsliðinu. Hann tók þátt í sinni þriðju heimsmeistarakeppni í Katar í fyrra og var nýkominn heim frá mótinu þegar hann var út á lífinu þetta örlagaríka kvöld í Barcelona. The Brazilian soccer player has been in custody since January on accusations he sexually assaulted a woman at a nightclub in Barcelona on Dec. 30 https://t.co/134CRzAM78— El País English Edition (@elpaisinenglish) August 1, 2023 Spænski boltinn Mál Dani Alves Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Hinn fertugi Alves hefur setið inn í fangelsi síðan að hann var handtekinn í janúar. Hann losnaði ekki gegn tryggingu þar sem dómari taldi of miklar líkur á því að hann reyndi að flýja land. ESPN segir frá. Alves er ákærður fyrir að nauðga konu á næturklúbbi í Barcelona á næstsíðasta degi síðasta árs, 30. desember 2022. Hann heldur fram sakleysi sínu og segir að konan hafi samþykkt kynlífið. Alves hafði boðist til að afhenda vegabréf sitt og ganga um með staðsetningartæki á fætinum. Það dugði hins vegar ekki til að komast úr fangelsinu. Málið verður ekki tekið fyrir fyrr í réttarsalnum fyrr en seinna á þessu ári eða á byrjun þess næsta. Alves verður því í fanglesi næstu mánuði og á hættu að fá fimmtán ára dóm. Alves er einn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann hefur unnið 42 titla á ferlinum þar af Meistaradeildina þrisvar með Barcelona og tvo Suðurameríkutitla með brasilíska landsliðinu. Hann tók þátt í sinni þriðju heimsmeistarakeppni í Katar í fyrra og var nýkominn heim frá mótinu þegar hann var út á lífinu þetta örlagaríka kvöld í Barcelona. The Brazilian soccer player has been in custody since January on accusations he sexually assaulted a woman at a nightclub in Barcelona on Dec. 30 https://t.co/134CRzAM78— El País English Edition (@elpaisinenglish) August 1, 2023
Spænski boltinn Mál Dani Alves Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira