Loforð leystu FH úr banninu Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 13:31 Morten Beck Guldsmed lék með FH á árunum 2019-2021 en lagði svo skóna á hilluna. vísir/hag Karlalið FH í fótbolta er laust úr félagaskiptabanni eftir að það hafði staðið frá sunnudeginum 16. júlí. En hvernig losnaði félagið úr banninu? Það var að minnsta kosti án aðkomu eða með vitund Mortens Beck Guldsmed, leikmannsins sem kærði sína gömlu vinnuveitendur. Morten lék með FH á árunum 2019-2021 og hefur deila hans við FH snúist um laun seinni hluta árs 2020 og árið 2021. Daninn kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ eftir þá niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefnd sambandsins að samningur hans við félagið hefði verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og FH hélt fram. Aganefndin dæmdi FH svo í félagaskiptabann, og til sektar upp á 150.000 krónur, og áfrýjunardómstóllinn staðfesti þann dóm, en FH gat komist hjá refsingunni með því að ganga frá uppgjöri innan 30 daga, eða fyrir 15. júlí. En uppgjöri við hvern? Það má nefnilega segja að skuld FH-inga hafi fyrst og fremst verið við ríkissjóð því það var félagið sem samkvæmt dómnum átti að bera ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjaldi auk lífeyrissjóðsgreiðslna. Upphafleg krafa Mortens upp á 24,3 milljónir, í viðræðum við FH-inga í janúar þar sem reyna átti að ná sátt í málinu, tók mið af því að það væri hann sem þyrfti að standa skil á skattgreiðslum og öðru. Ábyrgjast greiðslur til Skattsins og lífeyrissjóðs Svo fór hins vegar ekki. Samkvæmt upplýsingum Vísis sendi FH tilkynningu til Skattsins og Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, með leiðréttum skilagreinum vegna launa Mortens, og sagði félagið ábyrgt fyrir því að standa skil á greiðslum vegna þeirra. Áfrýjunardómstóll fékk afrit sem sýndu móttöku þessara bréfa og byggði ákvörðun sína á því. Það er því ekki víst að FH hafi enn þurft að greiða krónu í uppgjör vegna málsins, þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt, en ljóst að loforðin liggja fyrir. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardag ekki vilja gefa upp hve mikið FH þyrfti að greiða vegna málsins. Hins vegar væri ljóst að engin bein greiðsla færi til Mortens Beck fyrir utan að hann fengi greidd lífeyrisréttindi samkvæmt því að um launþegasamning væri að ræða. Klippa: Davíð Þór um bannið sem FH losnaði úr Féllu á tíma en banninu samt aflétt Áfrýjunardómstóll KSÍ sendi FH bréf á föstudaginn til staðfestingar á því að félagið væri laust úr banni. Bréfið var í styttri kantinum, eins og sjá má á vef KSÍ þar sem það var birt í dag. Þar segir að samkvæmt bréfi sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sendi þessum æðsta dómstóli KSÍ í síðustu viku verði ekki annað séð en að FH hafi fullnægt forsendum úr dómi áfrýjunardómstóls frá 15. júní og banninu sé því aflétt. Þær forsendur voru að FH „skyldi ganga frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómur þessi er kveðinn upp.“ FH féll hins vegar á tíma og því tók félagaskiptabannið gildi, en miðað við bréfið sem áfrýjunardómstóll sendi á föstudaginn gera agareglur FIFA (e. FIFA Disciplinary Code) kleift að aflétta banni eftir að það er hafið. Áfrýjunardómstóllinn vísar hins vegar ekki með neinum frekari hætti í það nákvæmlega hvaða ákvæði úr agareglum FIFA, eða í lögum og reglum KSÍ, eru nýtt til að aflétta banninu. FH-ingar biðu hins vegar ekki boðanna eftir að banninu var aflétt og tryggðu sér tvo nýja leikmenn, þá Grétar Snæ Gunnarsson sem kom frá KR og Arnór Borg Guðjohnsen sem kom að láni frá Víkingi Reykjavík. Morten ekki látinn vita Eftir stendur hins vegar Morten Beck Guldsmed sem upphaflega mun hafa farið að skoða málið eftir að ljóst varð að hann hefði ekki öðlast nein réttindi til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði. Ætla má að hann hafi einnig orðið af orlofsgreiðslum, auk vaxta og dráttarvaxta, en samkvæmt upplýsingum Vísis hefur ekkert samkomulag verið gert á milli Mortens og FH og virðist það því ekki hafa verið talin forsenda fyrir því að áfrýjunardómstóll gæti aflétt banninu. Raunar var ekkert samband haft við Morten eða fulltrúa hans áður en eða eftir að áfrýjunardómstóll tók sína ákvörðun, þrátt fyrir að það hafi verið hann sem kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar og hafi svo verið varnaraðili þegar FH áfrýjaði málinu til áfrýjunardómstólsins. Þetta staðfesti Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, í stuttu samtali við Vísi en kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í fulltrúa FH við vinnslu greinarinnar. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður áfrýjunardómstóls KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið. Besta deild karla FH Tengdar fréttir Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29 FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Morten lék með FH á árunum 2019-2021 og hefur deila hans við FH snúist um laun seinni hluta árs 2020 og árið 2021. Daninn kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ eftir þá niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefnd sambandsins að samningur hans við félagið hefði verið launþegasamningur en ekki verktakasamningur eins og FH hélt fram. Aganefndin dæmdi FH svo í félagaskiptabann, og til sektar upp á 150.000 krónur, og áfrýjunardómstóllinn staðfesti þann dóm, en FH gat komist hjá refsingunni með því að ganga frá uppgjöri innan 30 daga, eða fyrir 15. júlí. En uppgjöri við hvern? Það má nefnilega segja að skuld FH-inga hafi fyrst og fremst verið við ríkissjóð því það var félagið sem samkvæmt dómnum átti að bera ábyrgð á staðgreiðslu skatta og tryggingagjaldi auk lífeyrissjóðsgreiðslna. Upphafleg krafa Mortens upp á 24,3 milljónir, í viðræðum við FH-inga í janúar þar sem reyna átti að ná sátt í málinu, tók mið af því að það væri hann sem þyrfti að standa skil á skattgreiðslum og öðru. Ábyrgjast greiðslur til Skattsins og lífeyrissjóðs Svo fór hins vegar ekki. Samkvæmt upplýsingum Vísis sendi FH tilkynningu til Skattsins og Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, með leiðréttum skilagreinum vegna launa Mortens, og sagði félagið ábyrgt fyrir því að standa skil á greiðslum vegna þeirra. Áfrýjunardómstóll fékk afrit sem sýndu móttöku þessara bréfa og byggði ákvörðun sína á því. Það er því ekki víst að FH hafi enn þurft að greiða krónu í uppgjör vegna málsins, þrátt fyrir að banninu hafi verið aflétt, en ljóst að loforðin liggja fyrir. Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Fótbolta.net á laugardag ekki vilja gefa upp hve mikið FH þyrfti að greiða vegna málsins. Hins vegar væri ljóst að engin bein greiðsla færi til Mortens Beck fyrir utan að hann fengi greidd lífeyrisréttindi samkvæmt því að um launþegasamning væri að ræða. Klippa: Davíð Þór um bannið sem FH losnaði úr Féllu á tíma en banninu samt aflétt Áfrýjunardómstóll KSÍ sendi FH bréf á föstudaginn til staðfestingar á því að félagið væri laust úr banni. Bréfið var í styttri kantinum, eins og sjá má á vef KSÍ þar sem það var birt í dag. Þar segir að samkvæmt bréfi sem Viðar Halldórsson, formaður FH, sendi þessum æðsta dómstóli KSÍ í síðustu viku verði ekki annað séð en að FH hafi fullnægt forsendum úr dómi áfrýjunardómstóls frá 15. júní og banninu sé því aflétt. Þær forsendur voru að FH „skyldi ganga frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að dómur þessi er kveðinn upp.“ FH féll hins vegar á tíma og því tók félagaskiptabannið gildi, en miðað við bréfið sem áfrýjunardómstóll sendi á föstudaginn gera agareglur FIFA (e. FIFA Disciplinary Code) kleift að aflétta banni eftir að það er hafið. Áfrýjunardómstóllinn vísar hins vegar ekki með neinum frekari hætti í það nákvæmlega hvaða ákvæði úr agareglum FIFA, eða í lögum og reglum KSÍ, eru nýtt til að aflétta banninu. FH-ingar biðu hins vegar ekki boðanna eftir að banninu var aflétt og tryggðu sér tvo nýja leikmenn, þá Grétar Snæ Gunnarsson sem kom frá KR og Arnór Borg Guðjohnsen sem kom að láni frá Víkingi Reykjavík. Morten ekki látinn vita Eftir stendur hins vegar Morten Beck Guldsmed sem upphaflega mun hafa farið að skoða málið eftir að ljóst varð að hann hefði ekki öðlast nein réttindi til greiðslna úr fæðingarorlofssjóði. Ætla má að hann hafi einnig orðið af orlofsgreiðslum, auk vaxta og dráttarvaxta, en samkvæmt upplýsingum Vísis hefur ekkert samkomulag verið gert á milli Mortens og FH og virðist það því ekki hafa verið talin forsenda fyrir því að áfrýjunardómstóll gæti aflétt banninu. Raunar var ekkert samband haft við Morten eða fulltrúa hans áður en eða eftir að áfrýjunardómstóll tók sína ákvörðun, þrátt fyrir að það hafi verið hann sem kærði FH til aga- og úrskurðarnefndar og hafi svo verið varnaraðili þegar FH áfrýjaði málinu til áfrýjunardómstólsins. Þetta staðfesti Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Mortens, í stuttu samtali við Vísi en kvaðst ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í fulltrúa FH við vinnslu greinarinnar. Feldís Lilja Óskarsdóttir, formaður áfrýjunardómstóls KSÍ, vildi ekki tjá sig um málið.
Besta deild karla FH Tengdar fréttir Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29 FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36 FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp. 15. júní 2023 17:29
FH áfrýjar dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Morten Beck Knattspyrnudeild FH ætlar sér að áfrýja dómi Aga- og úrskurðarnefndar í máli Mortens Beck Guldsmed til Áfrýjunardómstóls KSÍ. 31. mars 2023 20:36
FH dæmt í félagaskiptabann ef félagið borgar Morten Beck ekki Ef FH greiðir Morten Beck Guldsmed ekki það sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu innan þrjátíu daga verður það dæmt í félagaskiptabann. FH fékk einnig 150 þúsund króna sekt. 30. mars 2023 11:45