„Gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2023 21:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson varð að sætta sig við eitt stig úr leiknum við Stjörnuna í kvöld. Vísir/Diego „Viltu ekki bara spyrja mig um leikinn?“ spurði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, og vildi ekkert tjá sig um hvöss orðaskipti á milli þeirra Þórs Sigurðssonar, styrktarþjálfara Stjörnunnar, eftir 1-1 jafntefli liðanna í Bestu deildinni í kvöld. Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“ Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn hasar og færi á lokakafla leiksins tókst hvorugu liðinu að tryggja sér sigur en mönnum var enn dálítið heitt í hamsi þegar flautað var til leiksloka. Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og þeir Damir Muminovic og Guðmundur Kristjánsson stigu hins vegar fljótt á milli Óskars og Þórs, og lætin sem mögulega virtust í uppsiglingu urðu að engu. Og þar sem Óskar hafði engan áhuga á að ræða málið snerist talið vissulega að leiknum sjálfum: „Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera mjög dapur af okkar hálfu. Mér fannst þeir ná því sem að þeir komu með, sem var að hleypa leiknum upp og einhvern veginn gera þetta að leik þar sem boltinn var meira í loftinu og mikið af brotum, og leikurinn mikið stopp,“ sagði Óskar. „Svo fannst mér við vera töluvert sterkari aðilinn í seinni hálfleik og við fengum svo sem fjölmörg færi til að klára þennan leik, en Stjarnan er lið sem að setur mikla orku í leikina og eru erfiðir andstæðingar. Þegar þeir stíga svona hátt upp á völlinn getur verið snúið að komast framhjá þeim, sérstaklega þegar mér fannst við vera frekar þungir í byrjun og hálfpartinn ekki klárir. Svo fannst mér það lagast þegar líða tók á leikinn og mér fannst seinni hálfleikurinn góður,“ sagði Óskar. „Gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta“ Stjarnan komst yfir með marki Emils Atlasonar á 62. mínútu en það virtist kveikja enn frekar í Blikum sem jöfnuðu með marki Jasons Daða Svanþórssonar á 78. mínútu. „Mér fannst orkustigið fínt allan seinni hálfleikinn. Við eigum þarna þrjú dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks. Vissulega fóru menn upp um 1-2 stig þegar þeir [Stjörnumenn] skoruðu, settu í gír, og það er gleðilegt. Það er búið að vera töluvert álag og gott að sjá liðið hafa orku til að keyra á þetta,“ sagði Óskar en leikurinn við Stjörnuna fór fram í miðju einvígi Blika við FCK sem lýkur í Kaupmannahöfn á miðvikudag. „Þetta er prógramm sem við erum í. Stjarnan er erfið og þetta var alltaf að fara að verða erfiður leikur, þannig að ætli maður geti ekki verið þokkalega sáttur við þetta stig þegar það verður aðeins liðið frá, þó mér fyndist við fá færi til að skora. En mér fannst gæðin í þessum leik ekki upp á marga fiska, fótboltalega séð, en það er stundum þannig. Það var mikið um sendingafeila, mikið af mistökum, óvenjulega mikið hjá mínu liði,“ sagði Óskar. „Betra að hafa hann heilan í 45 mínútur“ Jason Daði lék aðeins seinni hálfleik í kvöld en var afskaplega ógnandi þann tíma. Óskar sagði hins vegar ekki hægt að leggja það á Jason að spila allan leikinn í kvöld: „Það þarf að passa upp á hann. Hann er búinn að vera mikið meiddur og missti af öllu undirbúningstímabilinu. Við þurfum hann heilan og það er betra að hafa hann heilan í 45 mínútur en haltrandi í 90 mínútur og síðan í burtu í þrjár vikur. Þetta er eitthvað sem við vissum. En auðvitað er Jason frábær leikmaður og það sakna hans allir þegar hann er ekki inn á, það er klárt mál. En maður getur ekki alltaf notað alla þegar maður vill það.“
Besta deild karla Breiðablik Stjarnan Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira