Heimsmeistarinn muni fá á sig refsingu Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 16:00 Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauðurinn í stigakeppninni á yfirstandandi tímabili mun fá fimm sæta refsingu fyrir komandi kappakstur á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu sem fram fer á sunnudaginn. Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina. Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina.
Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira